Fara í efni

Lífið bíður þín í Borgarbyggð

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag með ríka sögu, í nálægð við höfuðborgina þar sem íbúar og gestir upplifa öflugt skólastarf, íþrótta-, menningar- og listalíf, góða þjónustu og vinalegt viðmót ásamt fjölbreyttri afþreyingu í einstakri náttúrufegurð.

Lesa má nánar um það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða hér fyrir neðan.

Dekrið bíður þín í Borgarbyggð

Það er tilvalið að koma í Borgarbyggð og láta dekra við sig í stórbrotnu umhverfi og endurnæra líkamann. Hægt er að kíkja í náttúrulaugar, fara í slakandi nudd og/eða skella sér í baðstofu. Síðan er tilvalið að dekra við bragðlaukana og kíkja á fjölmörgu veitingastaði sem fyrirfinnast í sveitarfélaginu.

Þjónustan bíður þín í Borgarbyggð

Það er góð þjónusta í sveitarfélaginu og allt til alls í nokkura metra fjarlægð.

Við Borgarbraut í Borgarnesi er verslunarkjarninn Hyrnutorg. Þar er Nettó-verslun, Lyfja, Vínbúðin, íþróttavöruverslun, gjafavöruverslanir, tækniverslun, hárgreiðslustofa og nuddstofa svo fáeitt sé nefnd. Bónusverslun er að finna í útjaðri Borgarness, við Borgarfjarðarbrúna og í sama húsi er Geirabakarí og Lífland. Auk þess má nefna Kaupfélag Borgfirðinga sem selur allt milli himins og jarðar. 

Í sveitarfélaginu er að finna fjölmörg iðnaðarverkstæði, ferðaþjónusta, banki og heilsugæsla.

Úrval veitingastaða í Borgarbyggð er gott og hefur aukist mikið á undanförnum árum.

Olís, N1, Orkan og Atlantsolía reka þjónustu á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.

Fjölskylduvænt samfélag bíður þín í Borgarbyggð

Í Borgarbyggð eru starfandi fimm leikskólar, tveir grunnskólar, tónlistarskóli, einn menntaskóli og tveir háskólar. Skólarnir eru vítt og dreift um sveitarfélagið.

 • Frekari upplýsingar má nálgast hér.

Það eru þrjár íþróttamiðstöðvar í sveitarfélaginu og fjölmörg íþrótta- og ungmennafélög eru starfandi innan Borgarbyggðar.

 • Frekar upplýsingar má náglast hér.

Náttúran bíður þín í Borgarbyggð

Einstök náttúrufegurð prýðir Borgarbyggð og þar er ótal margt að sjá og upplifa af fyrstu hendi.

Náttúruperlur eins og Hraunfossar, Einkunnir, Paradísarlaut, Hreðavatn, Hafnarfjall, Hallmundarhraun, Skallagrímsgarður, Glanni, Englendingavík, Grábrók og Glanni er að finna innan sveitarfélagsins. 

Menningin bíður þín í Borgarbyggð


Í Borgarbyggð er lifandi og fjölbreytt menningarlíf. Nokkur söfn og sýningar eru í sveitarfélaginu sem vert er að heimsækja.

Afþreyingin bíður þín í Borgarbyggð

Í Borgarbyggð geta bæði ungir og aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi til dægrastytingar og skemmtunar.

Hægt er að velja um afþreyingar á vatni og sjó, jökla og vetrarafþreyingar, afþreyingar utandyra og afþreying sem hentar allri fjölskyldunni.

 

Rómantíkin bíður þín í Borgarbyggð

Fjölbreyttir gisti- og afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir þig og ástina þína í Borgarbyggð. 

Uppgötvaður allt sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða og njóttu þess að eiga gæðastund með þínum heittelskaða í rólegu og notalegu umhverfi.

Sagan bíður þín í Borgarbyggð

Þekkta sögustaði er að finna í Borgarbyggð og sagnahefðinni er víða gert hátt undir höfði. Þar er einn merkasti sögustaður landsins, Reykholt, en þar bjó Snorri Sturluson á 13. öld.

 

 

 

Upplifunin bíður þín í Borgarbyggð

Það eru fjölmargir áhugaverðir staðir í Borgarbyggð sem er vert að skoða.

Dæmi:

 • Barnafoss í Borgarfirði
 • Bjössaróló í Borgarnesi
 • Borg á Mýrum
 • Deildartunguhver í Borgarfirði
 • Einkunnir í Borgarfirði
 • Eiríksjökull í Borgarfirði
 • Eldborg í Hnappadal
 • Glanni í Borgarfirði
 • Grábrók í Borgarfirði
 • Hafnarfjall í Borgarfirði
 • Hallmundarhraun í Borgarfirði
 • Herðavatn í Borgarfirði
 • Húsafell
 • Hvanneyri í Borgarfirði
 • Hraunfossar í Borgarfirði
 • Reykholt í Borgarfirði
 • Skallagrímsgarður í Borgarnesi
 • Tröllafossar í Borgarfirði