Fara í efni

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.

Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Í boði verður upp á keppni í fjölda greina. Þar á meðal eru boccía og ringó, fjallahlaup og auðvitað pönnukökubakstur ásamt mörgum fleiri greinum sem verða kynntar fljótlega til sögunnar.

Engin krafa er um að vera skráður í íþróttafélag til að geta tekið þátt í viðburðum UMFÍ.

Þátttökugjald er 4.900 kr.

Upplýsingar um dagskrá og keppnisgreinar má finna hér.