Fara í efni

Sundlaugar opna á ný

Sundlaugar opna á ný

Sundlaugar opna aftur í dag samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum. Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Þetta þýðir auðvitað að eftir langt hlé verður loksins hægt að bjóða gesti aftur velkomna í sundlaugarnar í Borgarbyggð.

Sundlaugin í Borgarnesi á hefðbundnum opnunartíma og sundlaugin á Kleppjárnsreykjum milli 19:00 og 22:00 á fimmtudagskvöldum og 13:00-18:00 á sunnudögum.

Við hlökkum til að sjá ykkur