Grunnskólinn í Borgarnesi
Grunnskólar í Borgarbyggð
Öllum börnum á aldrinum 6 – 16 ára, er skylt að sækja grunnskóla. Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í Borgarbyggð eru starfandi tveir grunnskólar, Grunnskólinn í Borgarnesi og Grunnskóli Borgarfjarðar sem starfræktur er á þremur starfsstöðvum. Þær eru GBF-Hvanneyri, GBF-Kleppjárnsreykjum og GBF-Varmalandi. Skólarnir starfa eftir lögum og reglugerðum um grunnskóla, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Borgarbyggðar. Þeir móta áherslur sínar og stefnur í skólanámskrá sem aðgengileg er á heimasíðum skólanna.
Upplýsingar um grunnskóla veitir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 433-7100.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðum grunnskólanna.
Skólaakstur
Reglur Borgarbyggðar um skólaakstur byggja á reglum um skólaakstur í grunnskóla, nr. 656/2009 með síðari breytingum, ásamt sérákvæðum samkvæmt þessum reglum. Reglur þessar taka til skipulags skólaaksturs milli heimilis og grunnskóla. Með skólaakstri er átt við akstur á milli heimilis og grunnskóla innan skólahverfis. Borgarbyggð ber ábyrgð á öryggi og velferð nemenda í skólaakstri og að uppfylltar séu kröfur laga og reglugerða um umferðaröryggi. Borgarbyggð skipuleggur skólaakstur í dreifbýli og frá þéttbýliskjörnum utan Borgarness, þar sem grunnskólanemendur eiga lögheimili, og skal akstursvegalengd milli heimilis og skóla ekki vera minni en 1,5 km. Borgarbyggð skipuleggur einnig skólaakstur innan Borgarness. Gerðir eru samningar við verktaka um ákveðnar leiðir samkvæmt útboði hverju sinni. Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn.
Upplýsingar um skólahverfi og skólaakstur veitir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 433-7100.