Fara í efni

Algengar spurningar

Hér er að finna algengar spurningar sem berast okkur er varðar þjónustu sveitarfélagsins.

Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar af hér, þá biðjum við þig um að senda fyrirspurn á thjonustuver@borgarbyggd.is.


 Almennar upplýsingar

Hvar finn ég upplýsingar um opnunartíma íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð?

Hér er að finna upplýsingar um opnunartíma íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð.

Hvar finn ég upplýsingar um gjaldskrár Borgarbyggðar?

Gjaldskrá Borgarbyggða er að finna hér.

Reikningar og kröfur

Ég var að fá reikning frá Borgarbyggð, fyrir hverju?

Bankakröfur frá Borgarbyggð birtast í heimabanka (bankaappi) greiðanda, reikninga er hægt að nálgast undir Þjónustugátt, sjá hér. Einstaklingar og lögaðilar geta skráð sig inn með rafrænum skilríkum eða Íslykli. Eftir innskráningu er aðgengilegt að skoða reikninga og sundurliðun þeirra undir Gjöld. Einnig er möguleiki að skoða yfirlit aftur í tímann yfir greiðslur, dagsetningar og upphæðir. 

Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita af þá biðjum við þig að senda póst á thjonustuver@borgarbyggd.is.

Ég finn ekki álagningarseðil fasteigna, hvar er hann?

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru á Mínar síður - Pósthólf á síðunni www.island.is.

Er afsláttur af fasteignagjöldum fyrir öryrkjar og eldri borgara?

Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun
sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 5. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára. Afsláttur nær einungis til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í.

Afsláttur ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur.

Tekjumörk eru ákveðin af byggðarráði Borgarbyggðar í desember á hverju ári.

Sorphirða- og flokkun

Hvar finn ég upplýsingar um sorphirðu í Borgarbyggð?

Allar helstu upplýsingar um endurvinnslu og flokkun er að finna hér

Hvar fæ ég sorptunnur?

Afgreiðsla sorpílát fer fram með rafrænum hætti, eyðublaðið er hér

Skipulags- og byggingarmál

Hvar finn ég upplýsingar um lausar lóðir í Borgarbyggð?

Á heimasíðu Borgarbyggðar, undir flýtileiðir er tengill sem heitir lausar lóðir. Einnig getur þú smellt hér og séð lista yfir lausar lóðir, lóðarumsóknir, og reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð. 

 Hvar get ég skoðað teikningar af byggingum?

Á heimasíðu Borgarbyggðar, undir flýtileiðir er tengill sem heitir Kortasjá. Einnig getur þú smellt hér og farið beint inn á síðuna.

Til að sjá teikningar þarf að haka við valkostinn teikningar af byggingum til hægri á kortinu. 

Hvernig stofna ég lóð úr landinu mínu?

Til þess að stofna lóð þarf landeigandi að hafa tvennt:

1) eyðublað fyrir stofnun landeignar og

2) hnitsettan uppdrátt af lóðinni.

Eyðublað fyrir stofnun landeignar, Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá (svokallað F-550) er hægt að nálgast á netinu [Tengill: Skráning landeigna | Fasteignaskrá (fasteignaskra.is) ]. Þar eiga að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

 • heiti upprunalandareignar (nafnið á landinu sem verið er að stofna nýja landeign úr)
 • númer upprunalandareignar (landeignanúmer á landinu sem verið er að stofna nýja landareign úr – landeignanúmer eru 6 tölur en fasteignanúmer 7 tölur)
 • sveitarfélag (Borgarbyggð)
 • heiti nýrra landareigna (nafn á nýju lóðinni)
 • fjöldi nýrra landareigna (fjöldi lóða sem verið er að stofna)
 • mannvirki sem fylgja (ef mannvirki eiga að standa á lóðinni sem verið er að stofna er matshlutanúmer sett hér)
 • greiðandi
 • tengiliður
 • undirskrift eiganda (undirskrift þeirra sem eiga landið sem verið er að taka lóðina úr)

Á uppdrættinum þarf að koma fram:

 • hnit af lóðinni
 • texti sem segir: Tekið úr NAFN UPPRUNALANDAREIGNAR, landeignanúmer Lxxxxx
 • lóðarheiti (nýja nafnið)
 • stærð á lóðinni (í fm ef undir 1ha)
 • setja línu í texta fyrir nýtt landeignarnúmer
 • undirskrift mælingarmanns/hönnuðar lóðarblaðs
 • texti sem segir hver séu skekkjumörk í tæki
 • hvaðan vatn er tekið
 • sýna aðkeyrslu að lóðinni
 • kvöð um umferðarrétt
 • undirritun landeiganda og landeiganda aðliggjandi landeigna (ef við á).

Skilað inn á pappír í þríriti, tvö á hvítum pappír og eitt á gulum þinglýsingar pappír með undirritunum á öllum eintökum. Stærð pappírs er í A4.

Ferlið: frá landeiganda/hönnuði til sýslumanns

Þegar umsókn er skilað inn með fylgigögnum þá er hún tekin fyrir af Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar sem fundar einu sinni í mánuði, oftast fyrsta föstudag í hverjum mánuði. Hægt er að fylgjast með hvenær á forsíðu heimasíðu Borgarbyggðar undir Framundan í Borgarbyggð. Til þess að málið sé tekið fyrir á dagskrá þarf að skila inn öllum gögnum eigi síðar en á föstudeginum vikunni fyrir fund. Sveitarstjórn þarf svo að samþykkja bókun nefndarinnar á sínum fundi sem er oftast vikuna á eftir.

Við samþykkt sveitarstjórnar er lóðin stofnuð af starfsmanni skipulags- og byggingardeildar og send áfram til landupplýsingadeildar Þjóðskrár Íslands. Þaðan er erindinu vísað áfram til fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands sem stofnar nýtt fasteignanúmer og að lokum afhent inn á biðskrá sýslumanns í tilheyrandi sveitarfélagi.

Sýsluskrifstofa Borgarness er að Bjarnarbraut 2 og er hún opin virka daga frá kl. 10:00 til 15:00.

Ferill þessi getur tekið mislangan tíma allt eftir álagi á hverjum stað fyrir sig en einnig eftir því hvort einhverjir hnökrar koma upp eins og ef gögnin reynast ekki rétt eða þinglýsingarferlið er snúið. Því er gott að vera með öll tilheyrandi gögn sem þarf að þinglýsa strax í upphafi ferilsins til þess að takmarka biðtíma. Einnig að vera viss um að réttar upplýsingar séu á þeim skjölum sem skilað er inn í upphafi.

Ef allt fer vel þá er samt gott að gera ráð fyrir 1-3 mánuðum fyrir allt ferlið.

Hvar finn ég upplýsingar um skipulagsmál á kortasjá Borgarbyggðar?

Á heimasíðu Borgarbyggðar, undir flýtileiðir er tengill sem heitir Kortasjá. Einnig getur þú smellt hér og farið beint inn á síðuna. Þar til hægri er flettigluggi (ef hann sést ekki ýtið þá á bláu línurnar þrjár). Þegar valið er Skipulag með því að ýta á plúsinn fyrir aftan, þá opnast annar gluggi þar sem hægt er að velja einstök atriði frekar en að haka beint við boxið fyrir framan textann.

Hvað tekur langan tíma að fá nýtt deiliskipulag samþykkt?

-

Hvað tekur langan tíma að breyta aðalskipulagi?

-

Hvaða upplýsingar þarf mæliblað að innihalda?

Dýrahald

Hvar get ég sótt um leyfi til gæludýrahalds?

Sótt er um leyfi til gæludýrahalds á Þjónustugátt Borgarbyggðar.

Ég þarf að hafa samband við gæludýraeftirlitið, hvernig geri ég það?

Gæludýraeftirlit er í höndum áhaldahúss. Hægt er að koma fyrirspurnum og ábendingum til verkstjóra áhaldahúss í síma 892 5678 .

Snjómokstur

Ég þarf að hafa samband við snjómokstursfulltrúa, hvernig geri ég það?

Þú finnur allar upplýsingar um snjómokstur, þar á meðal um snjómokstursfulltrúa hér.

 

Skólamál