Fara í efni

Reikningar frá Borgarbyggð

Allir útgefnir greiðsluseðlar frá Borgarbyggð birtast í heimbanka greiðanda, hægt er að nálgast nánari upplýsingar undir Þjónustugátt hér fyrir ofan. Einstaklingar og lögaðilar geta skráð sig inn með rafrænum skilríkum. Eftir innskráningu er aðgengilegt að skoða reikninga og sundurliðun þeirra undir Gjöld. Einnig er möguleiki að skoða yfirlit aftur í tímann yfir greiðslur, dagsetningar og upphæðir.

Fasteignagjöld

Álagning fasteignagjalda fer fram í seinni hluta janúar ár hvert. Fasteignagjöldum ársins er skipt á 10 gjalddaga, frá janúar til október, með eindaga mánuði síðar. Ef heildargjöld árins eru undir kr. 25.000 er einn gjalddagi á árinu, þann 15. maí með eindaga mánuði síðar.

Gjalddagar ársins 2023: 20. jan, 15. feb, 15. mar, 15. apr, 15. maí, 15. júní, 15. júl, 15. ágú, 15. sep og 15. okt.  Eindagar eru mánuði eftir gjalddaga.

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru á Mínar síður - Pósthólf á síðunni www.island.is.  

Reikningar birtast fasteignaeigendum í heimabanka en yfirlit yfir reikninga og greiðslur er á heimasíðu Borgarbyggðar undir Þjónustugátt .  Greiðsluseðlar á pappír eru sendir til þeirra sem eru 73 ára og eldri og til lögaðila sem eru ekki með rafrænar lausnir.

Hægt er að afpanta greiðsluseðla á pappír í síma 433-7100 eða á netfanginu thjonustuver@borgarbyggd.is

Rafrænir reikningar

Fyrirtæki/lögaðilar geta skráð sig í rafrænar reikningasendingar (skeytamiðlun).  Vinsamlega sendið beiðni á thjonustuver@borgarbyggd.is

Fyrirtæki sem eru ekki með rafrænt bókhaldskerfi geta óskað eftir að fá reikninga senda á PDF á tölvupóst sinn.