29. september, 2023
Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á fyrri hluta árs
Árshlutauppgjör Borgarbyggðar fyrstu sex mánuði ársins var kynnt í byggðarráði í gær. Rekstur Borgarbyggðar gekk vel og batnaði afkoman talsvert á milli ára. Afkoma A-hluta fyrir fjármagnsliði batnaði um 190 m.kr. milli ára og var jákvæð um 29 m.kr. Að frádregnum fjármagnsliðum var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 23 m.kr. sem skýrist af hækkun verðtryggðra lána.