Skólastarf
18. janúar, 2021
Hnoðraból opnar á nýjum stað
Á föstudaginn fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. Starfsemi leikskólans var á tímabili á tveimur stöðum, á nýja staðnum á Kleppjárnsreykjum og á Grímsstöðum í Reykholtsdal en nú eru allir komnir undir sama þak.