Fréttasafn
15. september, 2023
Viðbrögð vegna gruns um myglu í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi
Í síðustu viku var tekin ákvörðun um að loka bekkjarstofum í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna gruns um myglu.
14. september, 2023
Vel heppnaður íbúafundur vegna Aðalskipulags Borgarbyggðar
Á íbúafundi 12. september vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags.
13. september, 2023
Kynning á verkefninu Sunndlaugamenning á Íslandi í Safnahúsinu
Fimmtudaginn 14. september nk. kl 17:00 verður kynning á verkefni sem nýverið var hleypt af stokkunum á Sundlaugarmenningu á Íslandi. Með því hófst skráning á sundlaugamenningu Íslendingar inná vefnum Lifandi hefðir sem heldur utan um upplýsingar um óáþreifanlegan menningararf.
08. september, 2023
Ábending frá Slökkviliði Borgarbyggðar varðandi rafhlaupahjól
Undanfarið hafa orðið brunar í og við húsnæði fólks á höfuðborgasvæðinu vegna litíum rafhlaðna, sem er helsti orkugjafinn í rafhlaupahjólum barna og fullorðinna. Því er rétt að vekja athygli á hættunni sem fylgir þessum hjólum.
07. september, 2023
Grenndarstöðvar fyrir málm, textíl og gler
Grenndarstöðvar fyrir málm, textíl og gler verði settar upp til reynslu á eftirfarandi stöðum:
Við íþróttasvæði í Borgarnesi, á Hvanneyri við Arnarflöt og á Kleppjárnsreykjum við grunnskóla eða íþróttasvæði.
05. september, 2023
Íbúafundur vegna Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037
Þann 12. september næstkomandi verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgfirðinga.
04. september, 2023
Blómstranna mæður - fyrirlestur 9. september
Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld sem byggist á rannsóknum hennar síðastliðin 25 ár, í Safnahúsi Borgarfjarðar 9. september kl. 14.00
Fatagerð á heimilum var gríðarlega mikilvæg fyrir Íslendinga öldum saman. Konur áttu stóran þátt í fatagerðinni og verkþekking lærðist milli kynslóða. Hversdagsfatnaður var mikilvægur en eins og sagan sýnir var einnig mikil vinna lögð í betri fatnað þar sem konur fengu tækifæri til að tjá sig á listrænan máta með fjölbreyttum skreytiaðferðum.
Fjallað verður um fatagerðina, tískuna og erlend áhrif en einnig sögu kvennanna sem er skráð í handverki þeirra og búningum.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
04. september, 2023
Haust í Safnahúsinu
Nóg er um að vera í Safnahúsinu núna þegar fer að hausta. Sumarsýningin Spor eftir spor- Íslenski búningurinn líður senn undir lok og er síðasti sýningar dagur 9. september, við tekur sýning Vatnslitafélags Íslands Blæbrigði sem opnar 23. september.