Fara í efni

Fréttasafn

Jan Mar Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á fyrri hluta árs

Árshlutauppgjör Borgarbyggðar fyrstu sex mánuði ársins var kynnt í byggðarráði í gær. Rekstur Borgarbyggðar gekk vel og batnaði afkoman talsvert á milli ára. Afkoma A-hluta fyrir fjármagnsliði batnaði um 190 m.kr. milli ára og var jákvæð um 29 m.kr. Að frádregnum fjármagnsliðum var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 23 m.kr. sem skýrist af hækkun verðtryggðra lána.

Vel heppnaður íbúafundur vegna Aðalskipulags Borgarbyggðar

Á íbúafundi 12. september vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags.

Kynning á verkefninu Sunndlaugamenning á Íslandi í Safnahúsinu

Fimmtudaginn 14. september nk. kl 17:00 verður kynning á verkefni sem nýverið var hleypt af stokkunum á Sundlaugarmenningu á Íslandi. Með því hófst skráning á sundlaugamenningu Íslendingar inná vefnum Lifandi hefðir sem heldur utan um upplýsingar um óáþreifanlegan menningararf.

Ábending frá Slökkviliði Borgarbyggðar varðandi rafhlaupahjól

Undanfarið hafa orðið brunar í og við húsnæði fólks á höfuðborgasvæðinu vegna litíum rafhlaðna, sem er helsti orkugjafinn í rafhlaupahjólum barna og fullorðinna. Því er rétt að vekja athygli á hættunni sem fylgir þessum hjólum.

Grenndarstöðvar fyrir málm, textíl og gler

Grenndarstöðvar fyrir málm, textíl og gler verði settar upp til reynslu á eftirfarandi stöðum: Við íþróttasvæði í Borgarnesi, á Hvanneyri við Arnarflöt og á Kleppjárnsreykjum við grunnskóla eða íþróttasvæði.

Blómstranna mæður - fyrirlestur 9. september

Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld sem byggist á rannsóknum hennar síðastliðin 25 ár, í Safnahúsi Borgarfjarðar 9. september kl. 14.00 Fatagerð á heimilum var gríðarlega mikilvæg fyrir Íslendinga öldum saman. Konur áttu stóran þátt í fatagerðinni og verkþekking lærðist milli kynslóða. Hversdagsfatnaður var mikilvægur en eins og sagan sýnir var einnig mikil vinna lögð í betri fatnað þar sem konur fengu tækifæri til að tjá sig á listrænan máta með fjölbreyttum skreytiaðferðum. Fjallað verður um fatagerðina, tískuna og erlend áhrif en einnig sögu kvennanna sem er skráð í handverki þeirra og búningum. Allir velkomnir og heitt á könnunni.