Fara í efni

Aðventuhátíð 2022 - dagskrá

Aðventuhátíð 2022 - dagskrá

Þann 27. nóvember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar upphaf aðventu gengur í garð.

Dagskrá:

Kl. 13:00 – 16:00 Jólasamverustund í Safnahúsi Borgarfjarðar
Jólakósý í Safnahúsinu - ný örsýning sem fangar jólaanda liðinna jóla með jólakortum og jólakveðjum.

Jólaföndur á bókasafninu með kærleiksívafi. Notast verður við endurvinnanleg efni og geta íbúar skreytt útprentaðar jólakúlur með fallegum skilaboðum og hengt í Skallagrímsgarði eða notið aðstoðar við að föndra annað fallegt jólaskraut.

Kl. 16:00 – 17:00 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði
Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur ávarp.

Signý María, Þóra Sif og Halli Hólm og forskóli Tónlistarskóla Borgarfjarðar undir stjórn Birnu stíga á svið
og flytja jólalög.

Nýtt upplýsingaskilti um Skallagrímsgarð vígt.

Jólasveinarnir koma til byggða og dansað verður í kringum jólatréð.

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó og nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar bjóða upp á smákökur.