Fara í efni

Ákveðið að ganga til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur

Ákveðið að ganga til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi.

Þórdís er með B.S. gráðu í viðskiptalögfræði og ML gráðu í lögfræði. Undanfarin ár hefur Þórdís starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar, auk þess sem hún hefur verið staðgengill bæjarstjóra. Í dag er hún starfandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.