Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Laus störf

Laus staða leikskólakennara í Hnoðraból

Óskað er eftir leikskólakennara í fasta stöðu. Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til notkunar á starfheitinu kennari með áherslu eða reynslu á leikskólastarfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhald og byggja upp öflugt skólasamfélag.
Heilsueflandi samfélag

Samstarfsverkefni Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Nú í byrjun maí fer af stað samstarfsverkefnið Lýðheilsugöngur milli Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og nýstofnaðs Ferðafélags Borgarfjarðarhérðas. Leitast verður við að hafa göngurnar á færi sem flestra og gengið á mismunandi stöðum í sveitarfélaginu. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl: 18:00 og taka um eina og hálfa klukkustund. Frítt er í allar göngurnar.

Framkvæmdastyrkir til Íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar.
Menning

Samstarf vegna viðburða á Vesturlandi

Sóknaráætlun Vesturlands hefur ákveðið að styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrirvara í fyrra og skipti miklu máli fyrir viðburðahald á Vesturlandi sumarið 2020.
Skólastarf

Margt að gerast í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefur fengið að vera nokkuð hefðbundið í vetur þrátt fyrir takmarkanir. Um þessar mundir eru tónlistarskólar í landinu að undirbúa Net-Nótuna, en „Nótan“ uppskeruhátíð tónlistarskólanna, hefur verið hluti af skólastarfinu síðastliðin 10 ár, en í fyrravetur varð að sleppa uppskeruhátíðinni vegna covid. Í ár verður Net-Nóta haldin þar sem tónlistarskólarnir í

Gleðilegt sumar

Starfsfólk og sveitarstjórn Borgarbyggðar óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegs sumar með þökk fyrir minnistæðan og öðruvísi vetur.