Fara í efni

Aukin þjónusta fyrir aldraða í Borgarbyggð

Aukin þjónusta fyrir aldraða í Borgarbyggð

Í þessari viku mun Borgarbyggð í samstarfi við RKÍ auka þjónustu fyrir aldraða sem þurfa á aðstoð að halda í sveitarfélaginu, sérstaklega þá sem búa í uppsveitum Borgarbyggðar.

Íbúum í póstnúmeri 311 og 320 er bent á að hafa samband við félagsstarf aldraða í síma 840 1525 til þess að fá aðstoð á meðan á þessu ástandi ríkir. Vesturlandsdeild Rauða krossins á Íslandi mun aðstoða með heimsendingar á matvörum, lyfjum og öðrum nauðsynjum.

Íbúum í póstnúmeri 310 er bent á að matvöruverslanir sem og aðrir þjónustuaðilar eru að keyra vörur heim sé þess óskað. 

Þau fyrirtæki sem bjóða heimsendingu eru:

-        Nettó

-        Geirabakarí

-        Ljómalind

-        Grillhúsið

-        Landnámssetrið

-        Kræsingar

-         FOK

Þessi listi er ekki tæmandi og er þjónustuaðilum bent á að hafa samband við Borgarbyggð sé það að bjóða sambærilega þjónustu, netfang amm@borgarbyggd.is.