Fara í efni

Bleiki dagurinn 2022 - 14. október

Bleiki dagurinn 2022 - 14. október

Októbermánuður er tileinkaður fjáröflunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins. Hápunktur verkefnisins er Bleiki dagurinn sem er að þessu sinni 14. október nk. Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Borgarbyggð hvetur íbúa til að taka virkan þátt í Bleika deginum á morgun með því að kaupa bleiku slaufuna, klæðast bleiku og umvefja allt í bleikum lit.