Fara í efni

Borgarbyggð auglýsir lóðir lausar til úthlutunar

Borgarbyggð auglýsir lóðir lausar til úthlutunar

Borgarbyggð auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í sveitarfélaginu. Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Rjúpuflöt nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Lóðirnar eru staðsettar á Hvanneyri.

Lóðunum verður úthlutað á fundi byggðarráðs 2. júní nk. Berist fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda að viðstöddum fulltrúa sýslumanns.

Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda úthlutunarreglur Borgarbyggðar frá árinu 2021. Ef frekari upplýsingar er óskað skal hafa samband við þjónustuver sveitarfélagsins í síma 433-7100.

Sótt er um lóðirnar inni á þjónustugátt Borgarbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2022.