Fara í efni

Frá Safnahúsi - teikning fyrir alla!

Frá Safnahúsi - teikning fyrir alla!
Finnst þér gaman að teikna? Á föstudögum kl. 14.00 - 16.00 verður Michelle Bird með opna listasmiðju á sýningu sinni í Safnahúsi Borgarfjarðar. Fólki á öllum aldri er boðið að koma og teikna og mála undir leiðsögn. Hefst 16. janúar. Komið með skissubókina ykkar, vatnslitina, tilheyrandi pappír og pensla. Kol og teiknipappír er á staðnum. Krakkar eru sérstaklega hvattir til að koma, þeir eru alltaf áhugasamir um að teikna!
Hægt er að mæta eins marga föstudaga og maður vill fram að sýningarlokum 25. febrúar; gjaldfrjálst.