Fara í efni

Fyrsta áfanga að ljúka í Grunnskóla Borgarness

Fyrsta áfanga að ljúka í Grunnskóla Borgarness

Framkvæmdir í Grunnskóla Borgarness eru í fullum gangi og miðar vel áfram. Nú er verið að leggja lokahönd á frágang í eldhúsinu og verður það tekið í notkun í framhaldinu. Viðbyggingin og endurnýjuð rými í fyrsta áfanga hafa þar með öll verið tekin í notkun. Þar á meðal er ný heimilisfræðistofa, textílstofa, smíðastofa og aðstaða fyrir yngstu deildina ásamt fjölnota matsal.

Óhætt er að segja að mikil ánægjan sé meðal nemenda og starfsfólks með breytingarnar á húsnæðinu. Ekki er þó öllum framkvæmdum lokið, en nú eru framkvæmdir hafnar við áfanga 2. Í þeim áfanga verður ráðist í endurbætur á þeim hluta hússins sem hýsti m.a. bókasafnið og kennslustofur.