Fara í efni

Íbúafundur – Kynning, umræða og hópvinna

Íbúafundur – Kynning, umræða og hópvinna

Alternance í samstarfi við Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 16. maí nk. kl. 16:30 í Hjálmakletti. 

Kynnt verður rannsókn á gamla bænum í Borgarnesi og rætt um verkefnið Sögutorgin sem felur í sér forhönnun á svæðinu frá Skallagrímsgarði að Brákarsundi í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Í upphafi fundar verður kynning á verkefninu en síðan verður fundargestum skipt niður í hópa og farið í markvissa hópavinnu. 

Samstarfsaðilar hvetja íbúa til þess að mæta, kynna sér verkefnið og gefa álit.

Um þessar mundir er verið að útbúa heimasíðu fyrir verkefnið en slóðin verður www.sogutorgin.is.