Fara í efni

Katla og Hugrún nýir forstöðumenn

Katla og Hugrún nýir forstöðumenn

Í október var auglýst eftir forstöðumanni í Óðal og forstöðumanni í frístund í Borgarnesi.

Katla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns í Óðal og hefur störf 1. janúar nk. Katla hefur síðustu ár unnið í Öldunni og er með reynslu úr skólasamfélaginu. Katla er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði

Hugrún Hulda Guðjónsdóttir er nýr forstöðumaður í frístund í Borgarnesi og tekur við af Svölu Eyjólfsdóttur sem fór í önnur verkefni fyrir sveitarfélagið. Hugrún starfaði sem deildarstjóri hjá Klettaborg og vann þar áður lengi sem forstöðumaður á frístundarheimili í Reykjavík. Hugrún er með uppeldis- og menntunarpróf. 

Borgarbyggð býður þær velkomnar til starfa.