Fara í efni

Kvenfélag Borgarness færir Öldunni gjafir

Kvenfélag Borgarness færir Öldunni gjafir

Í vikunni færðu 11 kvenfélagskonur, frá Kvenfélagi Borgarness, Öldunni dásamlegar gjafir og áttu góða stund með starfsfólki. Konurnar færðu stofnuninni þyngingarsæng og sérstök slökunargleraugu, sem hjálpa meðal annars til við slökun og draga úr streitu og kvíða. Gjafirnar munu koma sér einstaklega vel þar sem Aldan er nýbúin að fjárfesta í nuddstól og sett hefur verið upp sérstakt skynörvunar- og slökunarherbergi í nýja húsnæðinu á Sólbakka.

Starfsfólk Öldunnar þakka kvenfélaginu kærlega fyrir gjafirnar og fyrir að gefa sér góðan tíma til að stoppa og spjalla við starfsfólk.