Fara í efni

Ný leiktæki í Bjargsland og á Hvanneyri

Ný leiktæki í Bjargsland og á Hvanneyri

Nú standa yfir framkvæmdir og endurbætur á opnum svæðum í sveitarfélaginu. Í Bjargslandi hefur þótt skorta á fjölbreyttari afþreyingarmöguleika fyrir börn í hverfinu, en á komandi vikum verður bætt úr því.  Þess má geta að flest börn í sveitarfélaginu búa í þessu hverfi. 

Leiksvæðið við Hrafnaklett verður lagfært, settar öryggismottur undir og við leiktækin, körfur lagfærðar og leiktækin máluð. Því til viðbótar verður sett upp aparóla eða hlaupaköttur við það leiksvæði. Þá verða sett ný knattspyrnumörk á Wembley og ærslabelg komið fyrir á öðrum enda vallarins. Auk þess er nú Þegar hafin vinna við að koma upp ærslabelg á skólalóðina á Hvanneyri.

Þess má geta að svæðin eru þegar nýtt sem leiksvæði fyrir börn, en þau eru skilgreind sem opin svæði eða grunnskólalóðir í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Það er von sveitarfélagsins að íbúar taki vel í þessar framkvæmdir og að þær veki kátínu hjá yngri kynslóðinni og bæti möguleika til afþreyingar og heilbrigðrar útiveru og hreyfingar.