Fara í efni

Skrifað undir samstarfssamning við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar

Skrifað undir samstarfssamning við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar

Í síðustu viku undirrituðu Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri og Eiríkur Jónsson fyrir hönd Kvikmyndafjelagsins, samstarfssamning sem gildir til lok árs 2021.

Samstarfssamningurinn felur í sér að Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sjái um að streyma frá sveitarstjórnafundum fyrir sveitarfélagið ásamt þremur íbúafundum eða sambærilegum viðburðum á tímabilinu. Framlag Borgarbyggð verður 1.000.000 kr. sem mun nýtast til rekstur og tækjakaupa á tímabilinu.

Það er ánægjulegt að geta formfest samstarfið milli Borgarbyggðar og Kvikmyndafjelagsins með þessum hætti. Félagið hefur það að markmiði að leiða saman fagfólk í gerð myndefnis og þannig efla þá starfsemi ásamt því að stuðla að aukinni framleiðslu menningarefnis í sveitarfélaginu.