Fara í efni

Söfnun brotajárns í dreifbýli

Söfnun brotajárns í dreifbýli

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir sérstakt hreinsunarátak í söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka í dreifbýli í samstarfi við fyrirtækið Hringrás.

Íbúum í dreifbýli stóð til boða að panta þjónustuna heim á hlað, um er að ræða annars vegar gáma fyrir úrganginn og hins vegar þjónustu kranabíls. Þátttakan var mjög góð og pöntuðu alls 45 einstaklingar þessa þjónustu. Hirðing hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur og þegar þetta er skrifað hafa yfir 270 tonn af málmum skilað sér til endurvinnslu sem er mjög ánægjulegt.

Þjónustan er ábúendum að kostnaðarlausu en til gamans má geta að hreinsunarátakið er styrkt af Umhverfis-og auðlindaráðuneyti úr sjóði til eflingar hringrásarhagkerfis.

Gert er ráð fyrir að búið verði að hreinsa upp hjá öllum þeim sem pöntuðu þjónustuna á næstu vikum.