Fara í efni

Styrkveitingar til menningarverkefna í Borgarbyggð

Styrkveitingar til menningarverkefna í Borgarbyggð

Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum 6. maí sl. að veita styrki til menningarverkefna í Borgarbyggð árið 2021 og fer næsta úthlutun fram í október nk.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi viku fyrir fund nefndarinnar sem er 28. september nk . 

Markmið styrkveitinga er að styðja við fjölbreytta menningarstarfsemi í sveitarfélaginu og stuðla að jákvæðri þróun í menningarmálum.

Umsóknum skal skilað rafrænt í þjónustugátinni á þar til gerðu eyðublaði sem heitir eftirfarandi: styrkveitingar til menningarverkefna.

Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér reglur um styrkveitingar til menningarverkefna, sjá hér.