Fara í efni

Úkraínskar konur fögnuðu baráttudegi kvenna

Úkraínskar konur fögnuðu baráttudegi kvenna

Þann 8. mars sl. var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn er tileinkaður konum og þeim framförum sem kvennastéttin hefur náð í gegnum áranna rás. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur í Úkraínu og því var efnt til kaffisamsætis í tilefni dagsins. Deild móttöku flóttafólks á Bifröst bauð úkraínskum konum upp á bleikar kökur og var kaffið vel sótt í húsakynnum Háskólans á Bifröst. Í Úkraínu er hefð fyrir því að konur klæði sig upp, fái blóm og hittist yfir kampavíni eða kaffi.

Af Bifröst er helst að frétta að í hverri viku koma nýir hópar. Gaman að segja frá því að margir ákveða að dvelja lengur á Bifröst og hefja varanlega búsetu þar eða finna leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Félagslífið á Bifröst er sterkt, til að mynda er haldið sameiginlegt kaffi í hverjum mánuði til að auka tengslamyndun og þá er einnig verið að skipuleggja vorferð fyrir bæði fullorðna og börn.