Fara í efni

Ungmennaráð Vesturlands tekur til starfa

Ungmennaráð Vesturlands tekur til starfa

Þann 28. janúar s.l. var haldinn stofnfundur Ungmennaráðs Vesturlands þar sem fulltrúar fimm ungmennaráða komu saman og stofnuðu ráðið. 

Á fundinum var kosinn formaður UV Guðbjörg Halldórsdóttir frá Ungmennaráði Stykkishólmsbæjar, varaformaður Guðjón Snær Magnússon hjá Ungm.ráði Akraneskaupstaðar og ritari Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir hjá Ungmennaráði Snæfellsbæjar. Í ráðinu sitja einnig Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir f.h. Snæfellsbæjar, Tanja Lilja Jónsdóttir f.h. Grundarfjarðarbæjar og Bjartur Daði Einarsson f.h. Borgarbyggðar. Frá þessu er greint á vef SSV.

Samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007 skulu sveitarfélög á landinu hafa starfrækt ungmennaráð. Í Velferðarstefnu Vesturlands kemur jafnframt fram að stofnað skuli vera Ungmennaráð Vesturlands skipað einum fulltrúa frá þeim sveitarfélögum sem hafa skipað ungmennaráð eða fulltrúa ungmenna, auk tveggja fulltrúa æskulýðs- og tómstundarfulltrúa. Þá situr verkefnastjóri velferðarmála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í ráðinu en stofnun UV er á ábyrgð SSV.