Fara í efni

Vel heppnað atvinnumálaþing að baki

Vel heppnað atvinnumálaþing að baki

Fjölmennt var á atvinnumálaþingi sem fram fór 26. apríl sl. í Hjálmakletti. Þingið var ekki í beinni útsendingu en hægt er að nálgast upptöku af þinginu í heild sinni hér.

Markmið þingsins var að skapa vettvang fyrir aðila atvinnulífsins og áhugafólk um atvinnulíf í sveitarfélaginu. Gestum gafst tækifæri til þess að hlýða á erindi um atvinnumál í Borgarbyggð, fá innsýn í þá grósku sem á sér stað í nýsköpun ásamt því að velta fyrir sér framtíðarsýninni og atvinnutækifærum á landsbyggðinni.

Einblínt var á atvinnumál í Borgarbyggð og framtíðarsýnina, áhrifaþættir í atvinnuþróun, tækifæri í nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi og menntun til framtíðar svo fáeitt sé nefnt.

Þingið lauk með pallborðsumræðum og spurningum úr sal og mynduðust líflegar og áhugaverðar umræður um tækifærin og styrkleika sveitarfélagsins í atvinnumálum. Sveitarstjóri mun fylgja málefninu eftir og vinna áfram með sveitarstjórn.

Ljóst er að fjölmörg tækifæri eru til staðar í sveitarfélaginu og framtíðin er svo sannarlega björt - Tækifærin bíða þín í Borgarbyggð.