Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Menning

Ný vefsíða um menningu fyrir börn

Safnahús er eitt menningarhúsanna á nýrri vefsíðu verkefnisins List fyrir alla. Þar er m.a. kynnt sýningin Börn í 100 ár sem er um börn og fyrir börn.

Borgarbyggð fær afhent nýtt ráðhús

Borgarbyggð fékk í gær afhent húsnæðið að Digranesgötu 2 sem var áður í eigu Arion Banka. Starfsemi bankans verður að óbreyttu í húsnæðinu sem jafnframt mun samnýta rými með starfsemi ráðhússins.
Umhverfið

Vel heppnaður Einkunnadagur 2021

Fólkvangurinn í Einkunnum nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa og gesta í Borgarbyggð og vinsældir hans eru alltaf að aukast.

Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna í Borgarbyggð stofnað

Í gær var skrifað undir viljayfirlýsingu milli ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Bifröst um að hjá háskólunum tveimur byggðist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menningartengdri starfsemi.
Umhverfið

Einkunnadagurinn 2021

Fólkvangurinn Einkunnir er útivistarparadís sem íbúar Borgarbyggðar, sem og gestir í héraði, nýta sér í vaxandi mæli. Einkunnir fá víðast hvar góða einkunn en lengi má gott bæta. Fólkvangurinn í Einkunnum hefur ekki úr miklum fjármunum að spila til framkvæmda og viðhalds en hinsvegar hafa margir lýst yfir vilja til að leggja fram hjálparhönd til að fegra enn frekar þennan fagra reit og bæta aðstöðuna. Upp úr því spratt sú hugmynd að efna til Einkunnadags þar sem vinnufúsar hendur kæmu saman og gerðu það sem gera þarf, eða allavega brot af því!