Fara í efni

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

12. fundur 08. maí 2023 kl. 13:45 - 14:10 í fundarsal að Digranesgötu 2
Starfsmenn
  • Sóley Birna Baldursdóttir verkefnisstjóri
  • Þóra Júlíusdóttir verkefnisstjóri
  • Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Margrét Helga Guðmundsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grjóteyri 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2303079

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir vinnustofu, ein hæð og ris, á Grjóteyri 2 L198898. Húsið verður alls 115,6 fm. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu og er það að hluta innan friðlands Andakíls.
Uppdráttur dags. 13.02.2023.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Grjóteyrar, Grjóteyrar 1 og Grjóteyrartungu og leitað umsagnar Umhverfisstofnunar.

2.Ásgarður L221045 - Umsókn um stofnun lóðar

2305042

Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Miðgarður, úr Ásgarður L221045. Um er að ræða 6 ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað Land.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Miðgarður, stærð 6 ha úr landinu Ásgarður L221045. Lóðin verður nýtt sem Annað Land en taka ber fram að ekki fylgja lóðinni heimildir til uppbyggingar.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi- hreystitæki

2303020

Á 10. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 19. apríl 2023 var samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á hreystitækjum á tveimur stöðum í Borgarnesi og á Hvanneyri. Umhverfis- og framkvæmdadeild óskar eftir að þau tæki sem eiga að vera við íþróttavöllinn verði færð suð-vestan við völlinn, neðan við Bjössaróló, sem þykir heppilegri staðsetning en áætlað var.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir færslu á hreystitækjum við íþróttavöllinn í Borgarnesi. Ekki þarf að grennndarkynna breytta staðsetningu þar sem ný staðsetning hefur ekki áhrif aðliggjandi byggð.

Fundi slitið - kl. 14:10.