Fara í efni

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

212. fundur 26. maí 2023 kl. 11:30 - 12:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Sæmundur Óskarsson byggingarfulltrúi
  • Elfar Már Ólafsson verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hrísmóar 1 - Flokkur 2,

2304262

Umsækjandi:Guðmundur Friðgeirsson
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir Stækkun á sumarhúsi , alls 7.7m2
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Sigursteinn Sigurðsson
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.

2.Borgarbraut 55 L135499- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2305104

Umsækjandi: Nýhönnun ehf fh. AXL 05 ehf.
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á eigninni Borgarbraut 55
Fylgigögn: Umsókn og veðbókarvottorð.
Áform um niðurrif eru samþykkt. Niðurrifsleyfi verður gefið út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

-Staðfesting á ráðningu byggingarstjóra
-Staðfest áætlun um niðurrif og förgun úrgangs í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
-Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað til leyfisveitanda áður en framkvæmd hefst, sbr. 15.2.2. gr.

3.Oddaskógur 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2305252

Umsækjandi:Þórarinn Hjálmarsson
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir geymsluhúsi, stærð 44.4m2 (mhl-02)
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Nýhönnun ehf.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

4.Bergás 1 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2305222

Umsækjandi:Elísabet Helga Pálmadóttir
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi,stærð 105.2m2
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Kvarði ehf
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

5.Króksland 176707 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

2305218

Umsækjandi:Guðrún Jónína Haraldsdóttir
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á núverandi sumarhúsi og byggingu á nýju sumarhúsi (mhl-01) ásamt geymslu (mhl-02) á sama stað. Stærð 133.6 m2 (Mhl-01). Geymsluhús (mhl-02) 15.8m2
Nýtt sumarhús og geymsla er byggt úr timbri á steinsteypta sökkulveggi með timburgólfi. Tvö einhalla þök.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Kvarði ehf
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Leita skal samþykkis heilbrigðiseftirlits vesturlands vegna niðurrifs núverandi sumarhúss varðandi förgun efnis
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað til leyfisveitanda áður en framkvæmd hefst, sbr. 15.2.2. gr.

6.Vallarás 7 - 9 - Umsókn um stöðuleyfi

2305177

Umsækjandi:Brimilshólmi ehf.
Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo 40 ft. gáma við suðausturhorn við iðnaðarhús á lóðinni Vallarás 7-9 . Í þessum gámum verður pressa sem tekur við frauðkössum (hráefniskössum) frá hráefniskæli og pressar þá saman í smærri einingar til endurvinnslu. Þessir gámar eru tímabundin lausn til að hýsa fyrrgreinda pressu. Gámar verða festir niður á steyptar undirstöður. Brunahurð og brunalúgu verður komið fyrir til að tryggja brunahólfun milli gáma og húss.
Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.
Samþykkt

Fundi slitið - kl. 12:00.