Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

494. fundur 11. júlí 2019 kl. 08:15 - 11:22 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir
Dagskrá

1.Verkáætlun um ljósleiðara

1907047

Lagning ljósleiðara í Borgarbyggð.
Guðmundur Daníelsson og Börkur Brynjarsson, verkefnisstjóri f.h. verktaka og Skarphéðinn Jóhannesson frá Heflun hf komu til fundarins. Lögð fram drög að verkáætlun fyrir verkið. Áætlað er að verkið hefjist 12. ágúst og verklok verði í ágúst 2021.
Opnað verður fyrir umsóknir um ljósleiðaratengingu 25. júlí á heimasíðu verkefnisins www.ljosborg.net. Upplýsingar um framgang verkefnisins og annað sem máli skiptir varðandi lagningu ljósleiðara verður birt á heimasíðu verkefnisins.

2.Leirulækjarsel-lóð lnr. 201985 - Nafnabreyting, Sjónarhóll

1906196



Framlögð umsókn Þrastar Reynissonar um að nafni lóðarinnar Leirulækjarsel - lóð lnr. 201985 verði breytt í Sjónarhóll. Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athugasend við að nafni landareignar verði breytt. Breytingin samræmist reglum Þjóðskrár Íslands.
Byggðarráð samþykkir að nafni lóðarinnar Leirulækjarsel, lnr. 201985 verði breytt í Sjónarhóll og er það fullnaðarafgreiðsla.

3.Heiðarsporður Holtavörðuheiði - framkvæmdaleyfi

1906227



Framlögð umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til að lagfæra beygju í Heiðarsporði á Holtavörðuheiði árið 2021. Ennfremur umsögn umhverfis - og skipulagssviðs um framkvæmdina. Í henni kemur fram að Umhverfis- og skipulagssvið telur ekki ástæðu til að breyta aðalskipulagi. Framkvæmdin kalli einungis á framkvæmdarleyfi.
Byggðarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir lagfæringu á beygju í Heiðarsporði á Holtavörðuheiði árið 2021 og er það fullnaðarafgreiðsla.

4.Stækkun kirkjugarðs - framkvæmdaleyfi

1906199



Framlögð endurnýjuð en áður fram komin umsókn formanns sóknarnefndar Borgarsóknar um framkvæmdaleyfi til stækkunar kirkjugarðsins á Borg á Mýrum. Sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs mælir með framkvæmdaleyfi.
Byggðarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir stækkun kirkjugarðsins á Borg á Mýrum og er það fullnaðarafgreiðsla. Byggðarráð samþykkir einnig að fjárheimild í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar að fjárhæð 1,0 m.kr. vegna framkvæmda í kirkjugörðum renni til stækkunar kirkjugarðsins að Borg á Mýrum og er það fullnaðarafgreiðsla. Akstur jarðvegs í garðstæðið er hluti af því framlagi.

5.Óbyggðanefnd; Úrskurður v. veiðiréttar fyrir norðurbakka Langár

1906193

Framlagður til kynningar viðbótarúrskurður Óbyggðanefndar frá 21.6.2019 er varðar veiðirétt í Langá frá Skarðsheiðarvaði að stíflu við neðanvert Langavatn. Úrskurðarorð Óbyggðarnefndar eru: Veiðiréttur fyrir norðurbakka Langár, frá Skarðsheiðarvaði að stíflunni við Langavatn, tilheyrir Borgarbyggð, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998, og II. kafla laga um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

6.Skipan fulltrúa í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala

1907024


Skipan fulltrúa í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala. Þar sem Hvalfjarðarsveit hefur samið við Akraneskaupstað um þjónustu í barnaverndarmálum þá situr fulltrúi Hvalfjarðarsveitar því ekki lengur í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Byggðarráð skipar Theodór Kr. Þórðarson og til vara Finnboga Leifsson í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala og er það fullnaðarafgreiðsla.

7.Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda 2020

1907023

Framlagt til kynningar minnisblað frá hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. júlí 2019, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.

8.Orkuveita Reykjavíkur - samningar

1904152

Framlagður samningur við Lagastoð ehf., dags. 4. júlí 2019, um vinnu Lagastoðar ehf. við greiningu á samningi Borgarbyggðar og OR um fráveitumál og mat á réttarstöðu Borgarbyggðar í því sambandi.
Byggðarráð staðfestir samninginn og er það fullnaðarafgreiðsla.

9.Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar

1907031

Endurskoðun jafnréttisáætlunar fyrir Borgarbyggð. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og mannauðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs, mannauðsstjóra og félagsmálastjóra falið að hefja vinnu við jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára. Drög verði send til forstöðumanna stofnana og þau lögð fyrir á sameiginlegum fundi þeirra.

10.Jafnlaunavottun

1907061

Innleiðing jafnlaunastefnu. Mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Hann skýrði út tilgang og forsendur innleiðingarinnar ásamt því hvernig hægt er að standa að henni.
Samkvæmt lögum nr. 57/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun) tóku gildi 1. janúar sl. og þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli á vottun að vera lokið fyrir 31. desember 2019.
Vinna við innleiðingu jafnlaunastefnu hefur staðið yfir undanfarin misseri, og beðið er eftir tilboði frá ráðgjöfum til að innleiða jafnlaunakerfið.


11.Tilmæli Örnefnanefndar til sveitarfélaga á Íslandi

1907039

Framlagt bréf frá Örnefnanefnd Íslands, dags. 26. júlí 2019, þar sem Örnefnanefnd mælist til að brugðist verði við ef líkur eru á að ensk nöfn fari að festa sig í sessi á íslenskum ferðamannastöðum.

12.Ársreikningar sveitarfélaga 2018

1907050

Framlögð samantekt frá hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem dregið er saman bráðabirgðayfirlit um afkomu sveitarfélaga á árinu 2018. Samantekin byggir á upplýsingum frá 62 sveitarfélögum af þeim 72 sem eru í landinu. Rekstrarafgangur sveitarfélaga á Vesturlandi var almennt góður og þar hækkuðu útsvarstekjur mest á síðasta ári ásamt Suðurnesjum eða um rúm 10%. Samantektina er að finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is.

13.Syðri-Hraundalur 2, óveruleg breyting á deiliskipulagi.

1906179

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Syðri-Hraundal 2 til grenndarkynningar. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 25.06.2019. Tillagan gerir ráð fyrir að tjaldstæði og samkomusvæði verði tekið út og breytist greinargerðin sem því nemur. Óveruleg færsla er gerð á byggingarreit og lóðamörkum Hraunteigs 1, byggingarreitur færður úr ósnertu hrauni yfir á jafnað land og aðgengi að Hraundalsrétt gert greiðara. Breytingartillaga er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 - 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 2. mgr. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að óverulegri breytingu var gerð á lóðamörkum Hraunteigs 4, árið 2006 en þær breytingar voru ekki birtar í Stjórnartíðindum.
Byggðarráð samþykkir fyrrgreinda tillögu sem er fullnaðarafgreiðsla.

14.Ísgöng Geitlandi, óveruleg breyting á deiliskipulagi

1906052

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir þjónustusvæði ferðamanna á Langjökli í Borgarbyggð. Tillagan er sett fram í greinargerð og í uppdrætti dags. 06.06.2019. Breytingin felur eingöngu í sér breytingu á uppdrætti á þjónustusvæði við Geitland. Engar breytingar eru gerðar á greinargerð. Byggingarreiturinn er færður 25 m til vesturs og 8 m til norðurs. Ekki verða gerðar breytingar á skilmálum á svæðinu. Samhliða breytingunni verða núverandi hús sem byggð hafa verið frá því að skipulagið tók gildi, færð inn á skipulagið. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Umhverfisstofnun og landeigendur gera ekki athugasemd við fyrrgreinda breytingu. Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir fyrrgreinda tillögu sem er fullnaðarafgreiðsla.

15.Erindi frá Heilsu Hofi

1907035

Framlagt erindi frá eigenda Heilsu Hofs, dags. 7. júlí 2019, sem er líkamsræktarstöð sem rekin er í Hátúni í Reykholtsdal. Í erindinu er vakin athygli á að á Kleppjárnsreykjum reki sveitarfélagið aðstöðu til líkamsræktar í samkeppni við Heilsu Hof. Rekstrarhalli þeirrar starfsemi er fjármagnaður af almannafé úr sjóðum sveitarfélagsins. Óskað er eftir að lagt sé mat á nauðsyn þess að sveitarfélagið reki líkamsræktaraðstöðu í innan við 400 m fjarlægð frá Heilsu Hofi.
Byggðaráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

16.Tækjasalur á Kleppjárnsreykjum

1907048

Framlagt erindi frá Óskari Guðmundssyni í Véum í Reykholtsdal, dags. 7. júlí 2019, þar sem hann vekur athygli á að aðstaða til líkamsræktar verði skert þegar hluti tækjasals á Kleppjárnsreykjum verði tekinn undir kaffistofu starfsmanna verktakafyrirtækis sem vinna við byggingu leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum.
Byggðaráð þakkar erindið og framkomnar ábendingar og felur sveitarstjóra að leysa málið í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og notendur.

17.Úrskurður Skipulagsstofnunar um veglagningu á Kjalarnesi

1907093

Byggðaráð Borgarbyggðar lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar, um að vegaframkvæmdir á Kjalarnesi skulu háðar mati á umhverfisáhrifum.
Ekki er um nýtt vegstæði að ræða, heldur er að mestu leyti verið að breikka eldri veg. Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm.

18.Til samráðs_Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

1904043

Framlagður póstur frá Umhverfis - og auðlindaráðuneyti vegna samráðs um verkefni nefndar sem starfar að undirbúningi um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 13. ágúst 2019.

19.Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja - fundargerðir

1906201

Framlögð til kynningar 1. fundargerð starfshóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja frá 26. júní 2019. Einnig er framlögð tímasett verkáætlun fyrir störf nefndarinnar.

20.Byggingarnefnd GBF á Kleppjárnsreykjum - verkfundargerðir

1907032

Framlagðar til kynningar 1. og 2. verkfundargerð frá byggingu leikskólans Hnoðrabóls.

21.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlagðar til kynningar 45., 46. og 47. verkfundargerð v. endurbóta á Grunnskólanum í Borgarnesi, fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 9. júlí og minnisblöð eftirlitsmanns um verkstöðu frá sama fundi.

22.Eigendafundur OR fundargerð 5. júlí 2019

1907041

Framlögð til kynningar fundargerð eigendafundar OR frá 5. júlí 2019.

Fundi slitið - kl. 11:22.