Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

17. fundur 15. nóvember 2006 kl. 09:44 - 09:44 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 17 Dags : 15.11.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri:Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá fundi landbúnaðarnefndar 31.10 2006
Framlögð fundargerð landbúnaðrnefndar frá 31.10. 2006, en dagskrárliðum um refa- og minkaeyðingu, hundahreinsun, eyðingu rúlluplasts og stöðu landbúnaðar í sveitarfélaginu var vísað til byggðarráðs.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að breyta erindisbréfi umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar á þann hátt að refa- og minkaeyðing heyri undir landbúnaðarnefnd.
Samþykkt að fela umhverfisnefnd að gera tillögu að fjölgun gámastöðva í dreifbýli þar sem sorpflokkun fer fram og gera tillögur að samræmdu útliti þeirra.
Samþykkt var með 2 atkv. að hætta að niðurgreiða kostnað við hundahreinsun í dreifbýli. SE sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Varðandi gerð skýrslu um stöðu landbúnaðar var samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúum að hafa umsjón með gerð skýrslunnar.
 
2. Skipulagsvinna í Brákarey
Framlögð drög að útboðsgögnum vegna skipulagsvinnu í Brákarey.
Byggðarráð samþykkti útboðsgögnin.
3. Útboð á áhaldahússvinnu
Framlögð drög að útboðsgögnum vegna áhaldahússvinnu í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að verkið verði boðið út á grundvelli framlagðra útboðsgagna.
4. Erindi frá Búvélasafninu á Hvanneyri
Framlagt erindi frá Búvélasafninu á Hvanneyri dagsett 30.10. 2006 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur safnsins á árinu 2007.
Samþykkt að veita safninu styrk að upphæð kr. 300.000,- á árinu 2007.
5. Erindi frá Þroskahjálp á Vesturlandi
Framlagt erindi frá Þroskahjálp á Vesturlandi dagsett 30.10. 2006 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2007.
Borgarbyggð hefur lýst áhuga sínum á að yfirtaka þennan málaflokk frá ríkinu en meðan að ekki er orðið við því er þetta ekki verkefni sveitarfélagsins og því ekki veittur styrkur til verkefnisins.
6. Spilda úr landi Galtarholts
Framlagt bréf dagsett 23.10. 2006 frá Sigurði Guðmundssyni hdl. þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna spildu úr landi Galtarholts sem taka skal úr landbúnaðarnotkun og stofna sem sérstaka lóð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að landspildan verði tekin úr landbúnaðarnotkun og gerð að sérstakri lóð.
7. Þörf á félagslegu húsnæði
Framlagt mat félagsmálanefndar fyrir félagslegt húsnæði í Borgarbyggð.
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingar um málið.
8. Byggðarmerki Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Þór Þorsteinsson formaður dómnefndar í samkeppni um byggðarmerki Borgarbyggðar.
Dómnefnd hefur lokið störfum.
Byggðarráð samþykkti tillögu dómnefndar og var ákveðið að kynna merkið n.k. miðvikudag og hafa um leið opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
8. Barnaverndarnefnd
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
9. Meðferðarheimilið á Hvítárbakka
Rætt um meðferðarheimilið á Hvítárbakka.
10. Fyrirspurn um byggingarlóð
Framlögð fyrirspurn frá Gunnari Konnráðssyni um möguleika á að byggja parhús í landi Ásgarðs.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir upplýsingum frá framkvæmdasviði.
11. Gatnagerðargjöld
Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda og innheimtu þeirra.
Samþykkt að endurskoða gjaldskrána og að leggja fram yfirlit um stöðu álagðra gjalda.
12. Umsókn um byggingalóð
Framlögð umsókn dagsett 23.10. 2006 frá Vernharði Skarphéðinssyni um lóðina nr. 4 við Ugluklett í Borgarnesi.
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjanda.
13. Umsókn um byggingalóð
Framlögð umsókn dagsett 31.10. 2006 frá Esther Halldórsdóttur um lóðina nr. 1 við Stekkjarholt í Borgarnesi.
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjanda.
14. Umsókn um byggingalóð
Framlögð umsókn dagsett 30.10. 2006 frá Maríu Júlíu Jónsdóttur um lóð við Kjartansgötu í Borgarnesi.
Samþykkt að hafna umsókninni þar sem ekki er um skipulagða byggingarlóð að ræða.
15. Umsókn um byggingarlóð
Framlögð umsókn dagsett 07.11. 2006 frá Finnbirni B. Ólafssyni, Erlu Stefánsdóttur og Sigurði Hermannssyni um lóð nr. 34-36 við Stöðulsholt.
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjenda.
16. Umsókn um byggingalóð
Framlögð umsókn dagsett 09.11. 2006 frá Dagbjarti Arilíussyni um lóð á Fitjum í Borgarnesi.
Ekki liggur fyrir deiliskipulag af þessu svæði og því ekki hægt að úthluta lóð á Fitjum. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við umsækjanda.
17. Vegamál í Borgarbyggð
Rætt um vegamál í Borgarbyggð.
Byggðarráð hafnar beiðni Vegagerðarinnar að taka þátt í kostnaði við hringtorg á Hvanneyri en ítrekar boð sitt um að lána fé til framkvæmdarinnar. Einnig var samþykkt að Borgarbyggð bjóðast til að lána fé til lýsingar á Hvanneyrarbraut.
Rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar við Borgarbraut.
Samþykkt var að vísa til skipulags- og byggingarnefndar hugmyndum um vegtengingar við Bjargsland.
18. Vaxtarsamningur Vesturlands
Framlagt bréf frá SSV-þróun og ráðgjöf þar sem óskað er eftir tilnefningu í stjórn vaxtarsamnings Vesturlands.
Samþykkt að tilnefna sveitarstjóra sem fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands.
19. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Á fundinn mætti Linda Pálsdóttir fjármálastjóri.
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
20. Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Framlagt bréf frá skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Samþykkt var að auka kennslukvóta skólans í 175 stundir á viku.
21. Gjaldskrár fyrir félagslega þjónustu
Framlögð tillaga félagsmálanefndar um gjaldskrárbreytingu fyrir félagslega þjónustu.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
22. Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum
Framlögð fundargerð Umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum dags. 01.11.06 þar sem m.a. var rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
23. Athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi
Framlagðar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi varðandi færslu þjóðvegar 54 við Engjaás frá Prestsetrinu á Borg, Vegagerðinni, Loftorku Borgarnesi ehf. og Arilíusi Sigurðssyni.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
24. Bréf Háskólans á Bifröst
Framlagt bréf sviðsstjóra húsnæðis Háskólans á Bifröst dags. 02.11.06 varðandi aðsetursskipti og húsaleigubætur nemenda á Bifröst.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
25. Útboð á tryggingum.
Framlögð drög að útboðsgögnum fyrir útboð á tryggingum sveitarfélagsins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
26. Umferðaröryggishópur
Samþykkt var að Björn Bjarki Þorsteinsson taki sæti Magnúsar Guðjónssonar í vinnuhóp um umferðaröryggismál sem skipaður var fyrir nokkru.
27. Brákarbraut 2
Samþykkt að fresta niðurrifi Brákarbrautar 2 og forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að láta kanna kostnað við flutning hússins.
28. Framlögð mál
a. Fundarboð á aðalfund Spalar sem fram fer 17. nóvember 2006 á Akranesi.
b. Dagskrá fyrir Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fram fer 16. -17. nóvember.
c. Afrit af bréfum frá framhaldsskólakennurum til þingmanna vegna iðnáms.
d. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands.
e. Minnisblað frá fundi sveitarstjóra og félagsmálastjóra með stjórnarformanni og forstöðumanni DAB.
f. Fundarboð aðalfundar Landnáms Íslands ehf.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 12,30.