Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

18. fundur 22. nóvember 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 18 Dags : 22.11.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Spilda úr landi Brekkukots
Framlagt erindi frá Þorvaldi Jónssyni og Ólöfu Guðmundsdóttur Brekkukoti þar sem óskað er eftir að spilda úr landi Brekkukosts verði gerð að séreign og tekin undan landbúnaðarnotkun.
Fram kemur í umsókn hver er fyrirhuguðu landnýting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að landið verði gert að séreign og tekið úr landbúnaðarnotkun.
 
2. Erindi frá félagi eldri borgara
Framlagt erindi frá Félagi eldri borgara í Borgarnesi þar sem óskað er eftir að búnaðar í sal við Borgarbraut 65a verði endurbættur. Jafnframt er framlagt bréf frá sama aðila um tillögur félagsmálanefndar Borgarbyggðar um þjónustu við aldraða.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að láta setja gluggatjöld í salinn að Borgarbraut 65a.
3. Drög að reglum um stuðning til fjarnáms
Framlögð drög að reglum um stuðning við nemendur grunnskóla sem stunda nám í framhaldsskóla í fjarnámi.
Byggðarráð samþykkti reglurnar.
4. Umsögn dreifbýlisfulltrúa
Framlögð umsögn dreifbýlisfulltrúa vegna erindis Óskars Halldórssonar um álagningu fjallskila í Oddstaðaafrétt.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara Óskari.
5. Sameining lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 14.11.06 vegna sameiningar á eldri lánum í einn lánasamning.
Sveitarstjóra var falið að ganga til samninga við Lánasjóðinn um endurfjármögnun lána.
6. Deiliskipulag fyrir hreinsistöðvar
Framlagðar tillögur frá Orkuveitu Reykjavíkur um staðsetningu hreinsistöðva fyrir fráveitu á Bifröst, Varmalandi, Reykholti og á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að heimila að hafin verði deiliskipulagsvinna við hreinsistöðvar í dreifbýli.
7. Gatnagerðargjöld
Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda og innheimtu þeirra.
8. Vegamál í Borgarbyggð
Rætt um veg yfir Arnavatnsheiði og brú yfir Norðlingafljót.
Byggðarráð lýsir áhuga á að brú yfir Norðlingafljót verði sett á vegaáætlun enda hefur slíkt mikla þýðingu fyrir landbúnað og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
9. Kárastaðir
Rætt um möguleg kaup Borgarbyggðar á Kárastöðum í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga um kaup á jörðinni á grundvelli tilboðs og gagntilboðs sem farið hafa á milli aðila.
10. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Lögð fram drög að rekstraráætlunum, rætt um framkvæmdafé og gjaldskrár.
Samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt að óska eftir við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að endurskoðaðar verði reglur um greiðslur fyrir skólavist grunnskólabarna utan lögheimilis.
11. Brunavarnir
Samþykkt var að slíta byggðasamlagi um slökkvilið Borgarfjarðardala og var sveitarstjóra falið að láta gera þjónustusamning við Skorradalshrepp um þjónustu slökkviliðs.
12. Skjalavistun og landupplýsingar
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að láta kaupa skjalavistunarkerfi og landupplýsingarkerfi fyrir sveitarfélagið.
13. Athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi
Rætt um athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi varðandi færslu þjóðvegar 54 við Engjaás.
Samþykkt var að óska eftir fundi með Vegagerðinni um málið.
14. Útboð á tryggingum.
Rætt um drög að útboðsgögnum fyrir tryggingar sveitarfélagsins.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að bjóða út tryggingarnar á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
15. Safnahús Borgarfjarðar
Framlagt bréf forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar dags. 21.11.06 ásamt tillögum um samkomulög um slit á byggðasamlaginu og tillögum að þjónustusamningum.
16. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Framlögð fundargerð vinnuhóps um aðalskipulag Borgarbyggðar dags. 14.11.06.
17. Bréf til Brunamálastofnunar
Framlagt afrit af bréfi slökkviliðsstjóra til Brunamálastofnunar dags. 16.11.06 varðandi framtíðaraðstöðu og endurnýjun tækjabúnaðar á Bifröst og æfingaáætlun slökkviliðsins.
Sveitarstjóra var falið að ræða við slökkviliðsstjóra um málið.
17. Kaup á ríkisjörð
Framlögð beiðni Svans Pálssonar um yfirlýsingu sveitarstjórnar sbr. 36. gr. jarðalaga vegna fyrirhugaðra kaupa hans á ríkisjörð.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúa að gefa umsögn.
18. Kaup á raforku
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á raforku.
19. Heimsókn umhverfisráðherra
Samþykkt var að bjóða umhverfisráðherra í heimsókn í Borgarbyggð til að kynna sér starfsemi sem fram í sveitarfélaginu.
20. Snjómokstur í dreifbýli
Samþykkt var að fela dreifbýlisfulltrúa að semja við aðila til að annast snjómokstur á safnvegum.
21. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi nefndar um slit á byggðasamlagi Safnahúss Borgarfjarðar.
b. Kynningarfundur um umhverfismál hjá Norðuráli
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt .
 
Fundi slitið kl. 11,30