Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

19. fundur 06. desember 2006 kl. 14:02 - 14:02 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 19 Dags : 06.12.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:Finnbogi Rögnvaldsson, Bjarki Þorsteinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu
Framlagt bréf Landbúnaðarráðuneytis dagsett 30.11. 2006 vegna úrsagnar Borgarbyggðar úr Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir áliti félagsmálaráðuneytisins á með hvaða hætti Borgarbyggð getur uppfyllt skyldur sem nú er sinnt innan héraðsnefndar.
 
2. Erindi frá Sögufélagi Borgarfjarðar
Framlagt erindi dagsett 28.11. 2006 frá Sögufélagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi félagsins.
Samþykkt að vísa erindinu til menningarsjóðs Borgarbyggðar.
3. Erindi frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst
Framlagt bréf dagsett 28.11. 2006 frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst þar sem óskað er eftir stuðning frá sveitarfélaginu vegna jólatrésskemmtunar fyrir íbúa Bifrastar og nágrennis.
Samþykkt að styrkja skemmtunina með kr. 50.000,-
4. Erindi frá danshópi Evu Karenar
Framlagt erindi frá fjáröflunarnefnd danshóps Evu Karenar sem óskar eftir styrk vegna þátttöku á alþjóðlegu dansmóti á Írlandi.
Samþykkt að vísa erindinu til tómstundanefndar.
5. Erindi frá íbúum við Ánahlíð í Borgarnesi
Framlagt bréf frá íbúum við Ánahlíð í Borgarnesi dags. 16.11.06 þar sem óskað er eftir gangbraut og úrbótum í bílastæðamálum.
Samþykkt að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
6. Erindi frá íbúum við Gunnlaugsgötu
Framlagt erindi frá íbúum við Gunnlaugsgötu sem óska eftir lagfæringum á girðingu við sparkvöll á skólalóð Grunnskólans í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir tillögum frá framkvæmdasviði.
7. Gatnagerðargjöld
Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda og innheimtu þeirra.
8. Lóð undir mótorsport í landi Hamars
Framlögð drög að deiliskipulagi fyrir lóð undir mótorsport í landi Hamars.
Vísað til umhverfisnefndar og skipulags- og bygginganefndar.
9. Kárastaðir
Framlögð drög að viðauka við kaupsamning vegna kaupa Borgarbyggðar á 191 ha. spildu úr landi Kárastaða við Borgarnes.
Byggðarráð leggur áherslu á að hægt verði að nýta landið sem fyrst og var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
10 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Framlögð fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands árið 2007.
Byggðarráð samþykkti áætlunina.
11. Launakjör nefndarmanna
Rætt um reglur varðandi launkjör nefndarmanna í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að taka saman minnisblað um málið.
12. Leikskólinn Hraunborg
Rætt um starfsemi leikskólans Hraunborgar á Bifröst.
Samþykkt að óska eftir fundi með forstöðumanni Hjallastefnunnar sem rekur skólann.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Í ljósi umræðu um lokun leikskólans á Hraunborg yfir hátíðarnar minnir undirritaður á nauðsyn þess að íbúar geti treyst því að þjónusta sé veitt í samræmi við gerða samninga."
13. Samningur um internetþjónustu
Framlögð drög að samningi við Hringiðuna ehf. um internetþjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
Jafnframt var sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um þá kosti sem í boði eru fyrir íbúa Borgarbyggðar hvað varðar háhraða tengingar Internets.
14. Erindi frá Bjarna- og Unnsteini Þorsteinssonum
Framlagt bréf frá Bjarna og Unnsteini Þorsteinssonum vegna fjárhúsa við Snæfellsnesvegamót.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera samning um áframhaldandi afnot af landi fyrir fjárhúsin.
15. Sameinig slökkviliða
Framlögð skýrsla vinnuhóps um sameiningu slökkviliða í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf.
16. Brákarbraut 2
Framlögð kostnaðaráætlun vegna flutnings á húsinu að Brákarbraut 2 í Borgarnesi.
Samþykkt að láta flytja húsið.
17. Hundar á ferðamannastöðum
Rætt um hundahald á ferðamannastöðum.
Samþykkt að óska eftir tillögum frá umhverfisnefnd um hundahald og lausagöngu hunda í Borgarbyggð þar með talið á ferðamannastöðum, við skóla o.fl.
18. Sameining sveitarfélaga
Rætt um verkefni vegna sameiningar sveitarfélaga í Borgarbyggð.
Sveitarstjóra var falið að taka saman minnisblað um málið.
19. Erindi frá fundi sveitarstjórnar 30.11. 2006.
Eftirtöldum erindinum var vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs;
a. Galtarholt
Tekið fyrir erindi um sölu á landspildu úr landi Galtarholts sem tekið var fyrir á 17. fundi byggðarráðs.
Samþykkt var að óska eftir frekari upplýsingum um landnýtingu.
b. Aðgengi að leikskólanum Andabæ og Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri.
Samþykkt var að óska eftir upplýsingum frá framkvæmdasviði um málið.
20. Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Framlögð fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir árið 2007.
Samþykkt að vísa tillögunum til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
21. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Á fundinn mætti Linda Pálsdóttir fjármálastjóri.
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Lögð fram endurskoðuð drög að rekstraráætlunum og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2007.
Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir Borgarbyggð.
Rætt um þriggja ára áætlun og var sveitarstjóra falið að gera drög að henni.
22. Reiðhöllin við Vindás í Borgarnesi
Á fundinn mættu Kristján Gíslason og Ómar Pétursson frá hestamannafélögunum í Borgarfirði til viðræðna um uppbygginu reiðhallar að Vindási í Borgarnesi.
23. Hugmyndir um svæði fyrir akstursíþróttir
Framlagðar hugmyndir áhugahóps um akstursíþróttir um land fyrir starfsemina við Ölduhrygg.
Vísað til umhverfisnefndar og skipulags- og bygginganefndar.
24. Markaðs- og kynningarmál
Sveitarstjóri kynnti að hann hafi átt viðræður við Hólmfríði Sveinsdóttur að taka að sér tímabundið starf markaðs- og kynningarfulltrúa.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að ganga til samninga við Hólmfríði.
25. Safnahús Borgarfjarðar
Framlögð skýrsla vinnuhóps um slit á Byggðasamlagi um Safnahús Borgarfjarðar.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf.
Byggðarráð samþykkir tillögur vinnuhópsins og felur menningarnefnd að skipa þriggja manna vinnuhóp til að fylgja málinu eftir.
26. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi stjórnar Safnahúss Borgarfjarðar 20.11.06.
b. Fundargerðir frá 1. og 2. fundi vinnuhóps um umferðaröryggismál
c. Fundargerð frá fundi vinnuhóps um málefni nýbúa 30.11.06.
d. Snorraverkefnið
e. Bréf frá Hagstofunni vegna búferlaflutninga
f. Tilkynning frá Sambandi sveitarfélaga um álagningarprósentu útsvars.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 13,30.