Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 23
Dags : 24.01.2007
Bjarki Þorsteinsson
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Varafulltrúi: Finnbogi Leifsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu
Framlagt bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að ráðuneytið samþykki að taka þátt í starfshópi með Borgarbyggð og Menntaskóla Borgarfjarðar um að þróa nýja námsskrá í grunnskólum Borgarbyggðar sem tengist starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt var að tilnefna Þórunni Óðinsdóttur og Sóley Sigurþórsdóttur í starfshópinn og mun Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri vinna með hópnum.
2. Uppbygging aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum í Borgarbyggð
Framlagt bréf frá umhverfisfulltrúa um aðkomu Borgarbyggðar að uppbyggingu aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og umhverfisfulltrúa og umhverfisnefnd falið að vinna áfram að tillögunni.
3. Tillaga að breytingu á reglum Borgarbyggðar um fjárhagsaðstoð
Framlagt erindi frá félagsmálanefnd Borgarbyggðar þar sem gerð er tillaga að breytingu á reglum Borgarbyggðar um fjárhagsaðstoð.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
4. Mötuneyti í íbúðum aldraðra Borgarbraut 65
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálstjóri.
Framlagt minnisblað frá félagasmálastjóra varðandi kostnað við rekstur mötuneytis vegna íbúða aldraðra að Borgarbraut 65 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti tillögur félagsmálastjóra um ráðningu starfsmanns.
Samþykkt var að boðið verði upp á mat þrisvar í viku.
5. Rotþróarhreinsun
Framlagt minnisblað frá fundi fulltrúa Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps vegna rotþróarhreinsunar í sveitarfélögunum.
Samþykkt að óska eftir kostnaðarmati frá framkvæmdasviði.
6. Umsókn Sólarorku um lóð fyrir kaffihús
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna umsóknar Sólarorku ehf. um lóð undir kaffihús í Bjargslandi í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að láta hefja skipulagsvinnu. Málið verður kynnt á íbúafundi n.k. mánudag.
Finnbogi Leifsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
7. Samkomulag um verklok
Framlagt samkomulag við Borgarverk ehf. um verklok á verkum þeirra í Borgarnesi sem hefði átt að vera lokið í árslok 2006.
Byggðarráð staðfesti samkomulagið.
8. Aðalskipulag fyrir Bifröst í Borgarbyggð
Framlagður uppdráttur dags. 29.10.2006 með áorðnum breytingum, í mkv. 1:10000, greinargerð og drög að umhverfisskýrslu. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Gögnin eru lagfærð m.t.t. athugasemda frá Skipulagsstofnun í bréfi dags. 04.12.06.
Samþykkt að tillaga um breytingu á skipulaginu verði auglýst á grundvelli lagfærðra gagna.
9. Svæðisskipulag Mýrasýslu
Framlagður uppdráttur dags. 29.10.2006 með áorðnum breytingum í mkv. 1:50000 með greinargerð. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Samþykkt að tillaga um breytingu verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu eftir að breytingin hefur verið auglýst.
10. Háskólaráð Borgarfjarðar
Samþykkt að boða til fundar í Háskólaráði Borgarfjarðar.
11. Málefni slökkviliða í Borgarbyggð
Rætt um sameiningu slökkviliða í Borgarbyggð.
Framlagt bréf Brunamálastofnunar dags. 22.01.07 varðandi sameininguna.
Samþykkt var að bjóða Bjarna Þorsteinssyni starf slökkviliðsstjóra og Guðmundi Hallgrímssyni starf eldvarnareftirlitsmanns.
12. Reglur um úthlutun lóða
Rætt um reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð.
Reglurnar voru samþykktar með áorðnum breytingum.
13. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
14. Lóð í Syðri-Hraundal
Framlagður kaupsamningar við Guðmund Árnason um kaup á sumarbústaðalóðunum Hraunteigur 24 og 25.
Byggðarráð samþykkti samninginn sem er í samræmi við samkomulag við félag sumarhúsaeigenda í Syrði-Hraundal.
15. Tölvumál í grunnskólum Borgarbyggðar
Rætt um stöðu tölvumála í grunnskólum í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að meta þörf fyrir tölvukaup í skólum Borgarbyggðar á árinu.
16. Björgunarsveitin Brák
Á fundinn mætti Guðrún Kristjánsdóttir frá Björgunarsveitinni Brák til viðræðna vegna kaupa sveitarinnar á nýjum bíl.
17. Heilsugæslustöðin í Borgarnesi
Á fundinn mætti forstöðumaður heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi til viðræðna um starfsemi iðjuþjálfa í Borgarnesi, mönnun sjúkrabíls sem og viðræðna um stöðu stöðvarinnar almennt.
Samþykkt var að óska eftir fundi með fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins um þessi mál.
18. Málefni fatlaðra
Samþykkt var að óska eftir upplýsingum frá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra hvort fyrirhugað sé að breyta búsetukostum fatlaðra í Borgarbyggð.
19. Greiðslur til dagforeldra
Lögð var fram tillaga að nýrri gjaldskrá um greiðslur til dagforeldra.
Byggðarráð samþykkti gjaldskrána og tekur hún gildi 01. mars n.k.
Samþykkt var að fela fræðslustjóra að meta kostnað vegna hækkunar gjaldskrárinnar.
20. Erindi frá Eykt
Framlagt erindi frá Eykt ehf þar sem farið er fram á að fá keypta 50 - 60 ha lands vestan Borgarvogar til að skipuleggja þar 2 - 3000 manna íbúðarbyggð.
21. Aðalskipulag
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að óska eftir tilboðum í gerð aðalskipulags fyrir Borgarbyggð.
22. Merkingar í dreifbýli
Rætt um merkingar í dreifbýli.
23. Framlögð mál
a. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er norræna skólamálaráðstefnan sem fram fer í Reykjavík 10.- 12. maí 2007.
b. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna samnings um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna.
c. Fundargerðir frá fundum stjórnar Faxaflóahafna 09.01. og 11.01. 2007
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,45.