Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

25. fundur 14. febrúar 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 25 Dags : 14.02.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi:Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Forstöðumaður
framkvæmdasviðs Sigurður Páll Harðarson sat hluta fundarins
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Akraverks ehf. um lóð nr. 24 við Sólbakka í Borgarnesi.
Afgreiðslu frestað.
2. Umsögn um lagafrumvarp
Framlagt bréf dagsett 07.02. 2007 frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um framvarp til vegalaga.
Sveitarstjóra var falið að gera athugasemdir við frumvarpið.
Jafnframt mótmælir byggðarráð þeim stutta fresti sem gefinn er til að gera athugasemdir við frumvarpið.
3. Fyrirspurn vegna skipulagsmála
Framlögð fyrirspurn frá Bílasölunni Geisla vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á landspildu á Seleyri í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar, umhverfisnefndar og Vegagerðarinnar.
4. Beiðni um styrk
Framlagt bréf dagsett 02.02. 2007 frá Böðvari Þór Unnarssyni þar sem óskað er eftir stuðningi við gerð sjónvarpsþáttar um forleifarannsóknir í Reykholti.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
5. Gatnaframkvæmdir í Borgarnesi
Framlagt kostnaðarmat á ýmsum verkþáttum við gatnagerð í Borgarnesi sem Borgarverk er að vinna að.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ganga til samninga við Borgarverk um frágang yfirborðs á Stöðulsholti á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá fyrirtækinu.
SE sat hjá við afgreiðslu málsins.
6. Erindi frá Nepal ehf.
Framlagðar voru upplýsingar um kostnað sveitarfélagsins við tölvutengingar.
Sagt var frá fundi sveitarstjóra, skrifstofustjóra og forstöðumanns framkvæmdasviðs með forráðamönnum Nepal ehf. sem fram fór 09.02. 2007.
Samþykkt var með 2 atkv. gegn 1 (SE) að taka tilboði Nepal ehf. í nettengingar skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti, Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsskóla og Grunnskólans í Borgarnesi.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Lýsi sérstökum vonbrigðum mínum með að meirihlutinn hafi ekki metnað til að leysa háhraðatengingu heilstætt í uppsveitum Borgarfjarðar."
7. Rotþróarhreinsun
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna rotþróarhreinsunar.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að bjóða út rotþróarhreinsun í sveitarfélaginu til sex ára.
8. Tillaga að skipulagsskrá fyrir Landbúnaðarsafn Íslands
Framlögð tillaga að skipulagsskrá fyrir Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti tillöguna og var samþykkt að Sveinbjörn Eyjólfsson verði fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn safnsins.
9. Stofnun lóðar úr landi Brekku
Framlagður tölvupóstur frá Þórhildi Þorsteinsdóttur Brekku Norðurárdal þar sem fram koma upplýsingar um ástæður þess að landeigandi óskar eftir að taka umrætt svæði undan landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti að landspildan verði gerð að séreign en beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun er frestað þar til notkun landsins liggur fyrir.
10. Mat skipulagsstofnunar
Framlagt mat Skipulagsstofnunar á vinnu Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur við aðalskipulagsgerð fyrir Borgarfjarðarsveit.
Samþykkt var að óska eftir fundi með forstöðumanni Skipulagsstofnunar um málið.
11. Tölvukaup í grunnskóla Borgarbyggðar
Framlögð tilboð frá 3 fyrirtækjum í tölvur og ýmsan búnað í grunnskóla Borgarbyggðar. Jafnframt framlagt mat fræðslufulltrúa um þörf fyrir tölvukaup.
Samþykkt var að fela fjármálastjóra að ganga til samninga við Nýherja á grundvelli tilboðs.
12. Kaupsamningur
Framlagður kaupsamningur vegna sölu Borgarbyggðar á bílskúr að Gunnlaugsgötu 17 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
13. Dómur vegna sölu Borgarbyggðar á Álftárósi
Framlagður dómur Héraðsdóms Vesturlands vegna sölu Borgarbyggðar á jörðinni Álftárósi.
14. Sparisjóður Mýrasýslu
Rætt um stofnfé sveitarfélagsins í Sparisjóði Mýrasýslu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við forstöðumenn Sparisjóðsins um málið.
15. Erindi frá forstöðumönnum leiksskóla í Borgarbyggð
Framlagt bréf dagsett 22.01. 2007 frá leikskólastjórum í Borgarbyggð þar óskað er eftir að stofnuð verði staða leikskólafulltrúa og sérkennsluráðgjafa leikskóla í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til stjórnsýsluhóps Borgarbyggðar.
16. Samantekt dreifbýlisfulltrúa á merkingum lögbýla
Framlögð samantekt dreifbýlisfulltrúa á hvar vantar merkingar á lögbýlum í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúa að láta merkja öll lögbýli þar sem lögheimili er til staðar.
17. Kjarasamningar við kennara
Framlagt minnisblað frá Launanefnd sveitarfélaga vegna viðræðna við Kennarasamband Íslands um endurskoðun á launalið kjarasamninga grunnskólakennara.
Byggðarráð hvetur til að samningsaðilar nái viðunandi niðurstöðu.
18. Námsferðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Framlagt bréf dagsett 02.02. 2007 þar sem kynntar eru fyrirhugaðar námsferðir á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2007.
Sveitarstjóra var falið að leggja fram tillögur um fulltrúa Borgarbyggðar í ferðirnar.
19. Skipulagsmál
Framlagðar athugasemdir við deiliskipulagstillögu fyrir Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að gera drög að svörum við athugasemdum. Málinu vísað til skipulags- og bygginganefndar.
20. Reiðhöllin Vindási
Á fundinn mættu Kristján Gíslason, Ásbjörn Sigurgeirsson og Ómar Pétursson frá Reiðhöllinni Vindási ehf. til viðræðna um framkvæmdir og rekstur hallarinnar.
Byggðarráð ítrekar fyrri samþykkt um hlutafjárloforð og hvetur til að unnið verði áfram að málinu á grundvelli upphaflegra hugmynda.
21. Atvinnumál
Á fundinn mættu Sigurður Óli Ólason og Ólafur Magnússon fulltrúar frá Mjólku til viðræðna við byggðarráð.
22. Hækkun gjaldskrár um greiðslur tildagforeldra
Framlagt var mat fræðslustjóra á kostnaði vegna hækkunar gjaldskrár um greiðslur til dagforeldra.
Samþykkt var að vísa hækkun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð samþykkti reglur um greiðslur til dagforeldra.
23. Bréf Ferðafélags Íslands
Framlagt bréf Ferðafélags Íslands dags. 26.01.07 varðandi byggingu göngubrúar yfir útfallið á Langavatni.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
24. Framlög til Fjölbrautaskóla Vesturlands
Framlagt bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 30.01.07 varðandi framlög sveitarfélaga fyrir verknámsdeildir Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Samþykkt var að taka þátt í kostnaði skv. áætlun.
25. Framkvæmdir við Flatarhverfi
Lögð var fram kostnaðaráætlun við gatnagerðarframkvæmdir við Flatarhverfi á Hvanneyri.
Samþykkt var að heimila framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu.
26. Merkingar í sveitarfélaginu
Framlagt bréf umhverfisfulltrúa dags. 12.02.07 varðandi merkingar á ráðhúsi, byggðarmerki og merkingar á byggðum innan sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkti að láta merkja núverandi sveitarfélagamörk á sex stöðum.
Einnig var samþykkt að láta setja upp skilti með nöfnum fyrrverandi sveitarfélaga innan Borgarbyggðar.
27. Einkunnir
Framlagt bréf umhverfisfulltrúa dags. 12.02.07 þar sem kynnt er samþykkt umsjónarnefndar Einkunna að nauðsynlegt sé að segja upp beitarsamningi á Einkunnum.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Hestamannafélagsins Skugga um málið.
28. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður í Reykjavík 23. mars n.k.
29. Vinnuhópur um nýtingu eigna
Samþykkt var að skipa vinnuhóp sem skoði nýtingu eigna sveitarfélagsins í Borgarnesi.
30. Deiliskipulag iðnaðarlóða
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að láta hefja vinnu við deiliskipulag iðnaðarlóða á Hvanneyri.
31. Brúartorg
Framkvæmdasviði var falið að kostnaðarmeta og hefja undirbúning við hæðarsetningu á lóðinni Brúartorg 6 í tengslum við deiliskipulag lóðarinnar.
32. Framlögð mál
a. Afrit af bréfi yfirdýralæknis til Sýslumannsins í Borgarnesi.
b. Bréf frá Pihtiputas vinabæ Borgarbyggðar í Finnlandi dags. 05.02.07.
c. Bréf frá Starfsmenntaráði dags. 05.02.07 þar sem þakkað er fyrir móttökur.
d. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands 06.02.07.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 12,00.