Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

29. fundur 21. mars 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 29 Dags : 21.03.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti, Ánastaðir
Framlagt bréf Vignis Björnssonar og Hörpu Hilmarsdóttur dagsett 13.03. 2007 þar sem óskað er eftir að gera tíu spildur, alls 715 hektara úr landi Ánastaða að séreign. Fyrirhuguð landnýting er frístundabúskapur og hrossarækt.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska umsagnar Skipulagsstofnunar og landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar um málið.
2. Landskipti, Gróf Reykholtsdal
Framlagt bréf frá Kolbrúnu Árnadóttur dagsett 27.02. 2007 þar sem óskað er eftir að ríflega 2 hektara spilda úr landi Grófar í Reykholtsdal verði tekin undan landbúnaðarnotkun og gerð að séreign. Fyrirhugað er að byggja íbúðarhús á umræddri spildu.
Byggðarráð gerði ekki athugasemd við að landspildan verði gerð að séreign og sveitarstjóra falið að senda umsögn til landbúnaðarráðuneytisins þar sem fram kemur að byggðarráð gerir ekki athugasemd við að landið verði tekið undan landbúnaðarnotkun.
3. Landskipti, Ásgarður Reykholtsdal
Framlagt bréf frá Inga Tryggvasyni hdl. þar sem óskað er eftir að ríflega 3.8 hektara spilda úr landi Ásgarðs í Reykholtsdal verði gerð að séreign og tekin undan landbúnaðarnotkun. Ekki liggur fyrir hver landnotkun verður.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
4. Landskipti, Arnarstapi
Framlagt bréf dagsett 15.03. 2007 frá Sturlu Stefánssyni og Ásgerði Pálsdóttur Arnarstapa þar sem óskað er eftir að 55 hektara spilda við Brókarvatn verði tekin undan landbúnaðarnotkun og gerð að séreign. Ekki liggur fyrir hver landnotkun verður.
Byggðarráð samþykkti að landið verði gert að séreign en óskar frekari upplýsinga um landnotkun.
5. Erindi frá Ásdísi Ingimarsdóttur
Framlagt erindi frá Ásdísi Ingimarsdóttur dagsett 12.03 2007 varðandi sorphirðumál við Egilsgötu í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar bréfritara ábendinguna og er framkvæmdasviði falið að ræða við þá aðila sem málið varðar.
6. Reglur og gjaldskrá fyrir heimaþjónustu
Framlagt bréf félagsmálastjóra dagsett 08.03. 2007. Jafnframt er framlögð tillaga að reglum um félagslega heimaþjónustu og gjaldskrá.
Byggðarráð samþykkti gjaldskrána en óskar jafnframt eftir viðræðum við Dvalarheimilið um matarverð í ljósi lækkunar virðisaukaskatts
Samþykkt var vísa því til félagsmálanefndar að fara yfir reglur um félagslega heimaþjónustu.
7. Erindi frá Heimskringlu
Framlagt erindi frá Dagnýju Emilsdóttur f.h. Heimskringlu þar sem óskað er eftir stuðningi vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Karlakórs St. Basil kirkjunnar í Moskvu í Reykholtskirkju.
Samþykkt að óska eftir umsögn menningarnefndar.
8. Erindi frá Kirkjukór Borgarneskirkju
Framlagt erindi dagsett 28.02. 2007 frá Kristjáni Eldjárnssyni f.h Kirkjukórs Borgarneskirkju þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við kórinn.
Samþykkt að vísa umsókninni til Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
9. Þjóðvegur 54
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna viðræðna við hagsmunaaðila um færslu á þjóðvegi 54.
10. Skipulag í Brákarey
Rætt um hugmyndir að skipulagi í Brákarey frá arkitektastofunum Teiknistofu Vesturlands, VA-arkitektum, Landlínum og Kanon.
Samþykkt var að óska eftir tillögu frá skipulags- og byggingarnefnd um með hvaða hætti tillögurnar verða kynntar.
11. Skíðasvæði í Borgarbyggð
Rætt um hugmyndir að uppbyggingu skíðasvæðis í Oki sem kynnt var nýverið á fundi byggðarráðs.
12. Skólaskjól í Borgarnesi
Rætt um mögulegar breytingar á starfsemi og húsnæði skólaskjóls í Borgarnesi.
Samþykkt að fela vinnuhópi að gera tillögur að húsnæði heilsdagsskóla og skólaskjóls í Borgarnesi.
13. Stofnanasamningar
Rætt um frekari vinnu við undirbúning að gerð stofnanasamninga í sveitarfélaginu.
14. Fjármál Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og gerði grein fyrir rekstri sveitarfélagins á árinu 2006 og eftirliti með rekstrinum á árinu 2007.
15. Málefni innflytjenda
Á fundinn mættu fulltrúar frá Rauðakrossi Íslands til viðræðna um erindi sitt varðandi málefni innflytjenda.
16. Gangstéttir og götur
Á fundinn mætti forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um áætlað viðhald á gangstéttum og götum.
17. Slökkvilið Borgarbyggðar
Sveitarstjóri kynnti umsóknir um starf aðstoðarslökkviliðsstjóra og tillögur um gerð samstarfssamninga.
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóra að ræða við tvo umsækjendur og gera tillögu um ráðningu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Akraneskaupstaðar, Stykkishólms og Dalabyggðar um gerð samstarfssamninga um slökkviliðsmál.
18. Álftárós
Sveitarstjóri sagði frá fundi sem hann átti með fulltrúum Sparisjóðs Mýrasýslu um dóm vegna sölu Álftáróss.
19. Samþykkt um hunda- og kattahald
Framlögð drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð ásamt bréfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
20. Styrkir vegna fasteignaskatts
Framlögð drög að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
21. Kostnaður við námsráðgjöf í grunnskólum
Framlagt mat fræðslustjóra á kostnaði Borgarbyggðar við að ráða námsráðgjafa.
Samþykkt var að auglýsa eftir námsráðgjafa í samstarfi við Menntaskóla Borgarfjarðar.
22. Sameiningarmál
Framlagt bréf Skorradalshrepps dags. 20.03.07 varðandi sameiningarmál.
23. Gjaldskrá mötuneyta
Rætt var um breytingu á gjaldskrá mötuneyta leik- og grunnskóla m.t.t. lækkunar virðisaukaskatts.
Samþykkt var að lækka gjaldskrá mötuneyta í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar um 5% frá og með 01. mars 2007.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við rekstraraðila mötuneyta um málið.
24. Leikskólafulltrúi og sérkennsluráðgjafi
Lagt var fram álit stjórnsýsluhóps Borgarbyggðar á tillögu leikskólastjóra að ráða leikskólafulltrúa og sérkennsluráðgjafa.
Stjórnsýsluhópurinn mælir ekki með að ráðið verði sérstaklega í ofangreind störf.
Byggðarráð tók undir álit stjórnsýsluhópsins og var sveitarstjóra falið að kynna niðurstöðuna fyrir leikskólastjórum.
25. Númerslausar bifreiðar
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að gera tillögu um með hvaða hætti verði staðið að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar í sveitarfélaginu.
26. Erindisbréf
Framlögð drög að erindisbréfum fyrir vinnuhóp um þjóðlendumál í Borgarbyggð og erindisbréf fyrir vinnuhóp varðandi nýtingu eigna Borgarbyggðar til samkomuhalds.
Byggðarráð gerði breytingar á erindisbréfunum og voru þau þannig samþykkt.
27. Önnur mál
a. Framlagt bréf Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags við Kveldúlfsgötu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl. 12,05.