Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

31. fundur 04. apríl 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 31 Dags : 04.04.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Starf aðstoðarslökkviliðsstjóra
Framlögð tillaga forstöðumanns framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóra um ráðningu í starf aðstoðarslökkviliðsstjóra/eldvarnareftirlitsmanns.
Byggðarráð samþykkti tillöguna að ráða Hauk Valsson í starfið.
2. Þjónustukönnun
Framlögð fundargerð frá stjórnsýsluhópi þar sem óskað er eftir heimild byggðarráðs til að framkvæma þjónustukönnun í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að þjónustukönnunin verði gerð.
3. Varmalandsskóli
Framlögð fundargerð fræðslunefndar þar sem samþykkt var að óska eftir kostnaðarmati á breytingum á húsnæði gamla Húsmæðraskólans á Varmalandi þannig að hann þjóni miðstigi og unglingastigi Varmalandsskóla.
Byggðarráð samþykkti að kostnaðarmatið verði gert og kostnaður við það tekinn af framkvæmdafé.
4. Landskipti, Arnarstapi
Framlagt bréf dagsett 27.03. 2007 frá Sturlu Stefánssyni og Ásgerði Pálsdóttur Arnarstapa þar sem óskað er eftir að 2 hektara spilda við Lyngás verði tekin undan landbúnaðarnotkun og gerð að séreign. Fyrirhuguð framtíðarnýting er skógrækt.
Byggðarráð samþykkti að landið verði gert að séreign, en beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun var hafnað þar sem fyrirhuguðu landnýting gefur ekki tilefni til þess.
5. Vinnuskóli Borgarbyggðar
Framlögð skýrsla vinnuhóps um starfsemi vinnuskóla Borgarbyggðar sumarið 2007.
Byggðarráð samþykkti tillögu að launatöxtum í vinnuskóla.
Sveitarstjóra var falið að koma athugasemdum byggðarráðs við skýrsluna á framfæri við vinnuhópinn.
6. Lánasjóður sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 28.03. 2007 varðandi eignarhluta Borgarbyggðar í sjóðnum.
7. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn frá Pétri og Sigurbjörgu ehf. um lóðina nr. 6 við Stekkjarholt í Borgarnesi.
Afgreiðslu frestað þar sem í athugun er hvort breyta þurfi lóðinni.
8. Gamli miðbærinn, grjótgarður
Rætt um endurnýjun á gamla grjótgarðinum við Brákarsund.
9. Gangstéttir og götur
Rætt var um áætlað viðhald á gangstéttum og götum.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta endurnýjun gangstétta með malbiki og steyptum kantsteini.
10. Eykt
Sveitarstjóri og forstöðumaður framkvæmdasviðs greindu frá viðræðum við Eykt vegna byggingarlands vestan Borgarvogar.
11. Samningur við Vöku
Rætt um samning við Vöku um að fjarlægja óskráða bíla.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að óska eftir lagfæringum á samningnum og undirrita hann með áorðnum breytingum.
12. Sorphirða í Borgarnesi
Rætt um sorphirðu í Borgarnesi.
13. Land fyrir akstursíþróttir
Rætt um ákvörðun byggðarráðs frá síðasta fundi þar sem fyrirspurn Hlauparans ehf. um spildu fyrir akstursíþróttir í landi Hamars var hafnað.
Samþykkt var að boða Sigmar Gunnarsson forsvarsmann Hlauparans ehf. á fund byggðarráðs til viðræðna um lóð fyrir starfsemina.
14. Fasteignagjöld
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um innheimtu fasteignagjalda.
15. Skallagrímsgarður
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna Skallagrímsgarðs.
Samþykkt að óska eftir kostnaðarmati frá framkvæmdasviði um uppsetningu á varanlegum hátíðarpalli í Skallagrímsgarði.
16. Samningur við Nepal
Framlagður samningur við Nepal varðandi tölvutengingar í skólum sveitarfélagsins og fyrir skrifstofu í Reykholti.
Samningurinn var samþykktur með 2 atkv. gegn 1 (SE).
17. Flugvöllur við Kárastaði
Framlögð drög að samkomulagi við Flugstoðir ohf. vegna Kárastaðarflugvallar.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
Sveinbjörn lagði til að skipulags- og byggingarnefnd verði falið að fara yfir flugvallamál í sveitarfélaginu.
18. Reiðvegir
Á fundinn mættu Stefán Logi Haraldsson, Sigríður Bjarnadóttir og Benidikt Líndal fulltrúar frá Hestamannafélaginu Skugga til viðræðna um reiðleiðir og reiðvegi.
19. Styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli
Samþykkt var að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa aftur styrki vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli Borgarbyggðar á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð fyrir árið 2006.
Einnig var samþykkt að framlengja umsóknarfrest.
20. Erindi Borgarverks
Framlagt erindi Borgarverks ehf. dags. 03.04.07 þar sem farið er fram á að taka holt við Háfslæk til efnisvinnslu.
Samþykkt að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
21. Stofnun leigulóðar í landi Hests
Framlagt bréf Landbúnaðarháskóla Íslands dags. 04.04.07 þar sem farið er fram á að stofnuð verði leigulóð í landi Hests í Borgarbyggð. Fyrirhugað er að byggja nautastöð á lóðinni.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
22. Erindi dreifbýlisfulltrúa og umhverfisfulltrúa
Framlögð tillaga dreifbýlisfulltrúa og umhverfisfulltrúa á hvern hátt sveitarfélagið uppfylli þær skyldur á sviði afréttarmála og fjallskila, gróður- og náttúruverndar og samgöngumála sem heyrt hafa undir héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu.
23. Framlögð mál
a) Bréf frá Faxaflóahöfnum vegna ársreiknings og umhverfisskýrslu
b) Afrit af bréfi yfirdýralæknis vegna búfjáreftirlitsmála
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.