Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

38. fundur 20. júní 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 38 Dags : 20.06.2007
38. byggðarráðsfundur
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Kosningar
Kosning á formanni og varaformanni byggðarráðs.
Finnbogi Rögnvaldsson kosinn formaður og Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður.
2. Skráning lögheimilis í frístundahúsi
Framlögð umsókn Kristínar Hjálmarsdóttur þar sem óskað er eftir að skrá lögheimili í sumarhúsi í landi Brekku í Norðurárdal. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga vegna málsins.
3. Minnisblað um málefni nýbúa
Framlagt minnisblað frá markaðs- og kynningarfulltrúa um afstöðu fyrirtækja í Borgarbyggð til þjónustu við nýbúa. Samþykkt að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar árið 2008.
4. Landskipti
Framlagt erindi frá Einari Magnússyni Túni Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að stofna séreign úr landi Túns fyrir sumarbústaðalóð, alls 1,83 hektarar. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.
5. Slökkvilið Borgarbyggðar
Rætt um brunavarnaráætlun fyrir Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp og Skorradalshrepp.
6. Erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar vegna fjárveitinga til sérkennslu. Byggðarráð lítur svo á að verkefnið rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.
7. Húsnæðismál á Varmalandi
Rætt um húnæðismál grunn- og leikskóla á Varmalandi.
8. Umsóknir um stuðning vegna tónlistarnáms
Framlagðar tvær umsóknir um stuðning við námsvist í tónlistarskóla utan Borgarbyggðar. Samþykkt að óska eftir umsögn fræðslustjóra vegna umsóknanna.
9. Starfshópur um Brákarey
Framlagðar tilnefningar í vinnuhóp um Brákarey sem og erindisbréf fyrir hópinn. Bjarki Þorsteinsson, Björg Gunnarsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir tilnefnd í vinnuhópinn. Erindisbréfið samþykkt með áorðnum breytingum.
Framlagt minnisblað umhverfisfulltrúa um verkáætlun fyrir vinnu við staðardagskrá 21 í Borgarbyggð. Verkáætlunin samþykkt með þeirri breytingu að vinnu við verkefnið verði lokið 1. október 2007.
11. Borgarfjarðarbrúin
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um þróunarverkefnið Borgarfjarðarbrúin. Samþykkt að óska eftir fundi með formanni vinnuhópsins ásamt einum fulltrúa starfsmanna grunnskólanna.
12. Samningar um kaup á hugbúnaði
Framlagður samningur um kaup á hugbúnaði frá Kögun ehf. fyrir “leikskólafulltrúa og mötuneyti”. Samningurinn samþykktur.
 
Framlögð drög að samningi við One system á Íslandi um skjalastjórnunarkerfi o.fl. Samningurinn samþykktur.
 
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði um skönnun teikninga og miðlægan gagnagrunn.
13. Stefnumótun fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi varðandi stefnumótunarvinnu fyrir heimilið. Samþykkt með tveimur atkvæðum að tilnefna Björn Bjarka Þorsteinsson í vinnuhópinn, 1 (SE) sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Sveinbjörn bókar:
"Vinna eða stefnumótun "... með það að markmiði að fá fram skýra sýn á framkvæmd þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu." á að vera unnin á ábyrgð sveitarfélagsins og undir stjórn félagsmálanefndar."
Finnbogi bókar:
"Eðlilegt hlýtur að teljast að þeir aðilar sem þjónusta eldri borgara í sveitarfélaginu vinni saman að stefnumótun í málflokknum. Ekkert er óeðlilegt við það að stjórn DAB hafi frumkvæði að slíkri stefnumótun."
Sveinbjörn bókar:
"Sammála formanni byggðarráðs um samstarf aðila en hef nú eins og oft áður meiri metnað fyrir hönd sveitarfélagsins en hann."
Finnbogi bókar:
"Ég undrast bókun minnihlutans."
14. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund EBÍ sem fram fer í október n.k. Jafnframt framlagt bréf frá styrktarsjóði EBÍ. Samþykkt að Bjarni Guðmundsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum. Sveitarstjóra falið að vinna drög að umsókn í styrktarsjóð EBÍ.
15. Samkomulag vegna Grenja
Framlögð drög að samkomulagi við eigendur Grenja í Borgarbyggð um upprekstur. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
16. Erindi frá 17. fundi sveitarstjórnar
Framlögð erindi frá 17. fundi sveitarstjórnar.
a. Verkefni héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu
Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um málið.
17. Erindi frá Tómstundanefnd
Framlagt erindi Tómstundanefndar um vinnuhóp vegna undirbúnings að stofnun ungmennaráðs og eldriborgararáðs í Borgarbyggð. Samþykkt að fela félagsmálastjóra, menningarfulltrúa, fræðslustjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fram drög að erindisbréfum fyrir ráðin ásamt minnisblaði um hvernig staðið hefur verið að skipan slíkra ráða í öðrum sveitarfélögum.
 
18. Lóðaúthlutanir
Rætt um framkvæmd á lóðaúthlutunum í Borgarbyggð og breytingar á gatnagerðargjaldskrá. Samþykkt að fela framkvæmdasviði að taka saman lista yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu og birta á heimasíðu.
 
19. Kostnaðareftirlit með framkvæmdum sveitarfélagins
Rætt um hvernig staðið skuli að kostnaðareftirliti með framkvæmdum sveitarfélagsins.
 
20. Starfsmannamál
Framlagt minnisblað sveitarstjóra. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum, að fenginni umsögn fræðslunefndar, að ráða Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur sem skólastjóra Varmalandsskóla, 1 (SE) sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Sveinbjörn bókar:
"Býð Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur velkomna til starfa og vænti mikils af störfum hennar við Varmalandsskóla hins vegar átel ég þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við ákvörðun byggðarráðs. Ég sá umsóknir um stöðu skólastjóra fyrst kl. 17:00 í gær og hef því ekki haft nein tækifæri til að fara yfir þær. Umsögn fræðslunefndar er ekki í fundargögnum né heldur minnisblað frá sveitarstjóra og fræðslustjóra sem ræddu við umsækjendur. Mér er því lífsins ómögulegt, þó ég gjarnan vildi, að samþykkja ráðninguna."
Finnbogi bókar:
"Fulltrúar framsóknarflokksins í fræðslunefnd hafa mælt með ráðningu Ingibjargar Ingu. Byggðarráðsfulltrúa flokksins var í lófa lagt að afla upplýsinga hjá sveitarstjóra, fræðslustjóra eða fulltrúum í fræðslunefnd um umsækjendur eða annað er málið varðar."
Sveinbjörn bókar:
"Umsóknir um stöðu skólastjóra voru ekki í gögnum sem byggðarráðsmönnum voru send heim þó þær hafi löngu verið komnar á skrifstofu sveitarfélagsins. Í dagskrá sem send var byggðarráðsmönnum mátti alls ekki sjá að á fundinum skyldi taka ákvörðun um ráðningu skólastjóra á Varmalandi. Öllum aðdróttunum formanns byggðarráðs um slælegan undirbúning fyrir fundinn er því vísað til föðurhúsanna."
21. Heimsóknir skólahópa
Framlögð erindi frá 9. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar og 9. bekk Grunnskóla Borgarness vegna heimsókna til Danmerkur. Samþykkt að styrkja bekkina í hlutfalli við nemendafjölda þeirra þannig að 9. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar fær kr. 100.000.- og 9. bekkur Grunnskóla Borgarness kr. 200.000.- Fjárhæðin verður tekin af liðnum 21-750.
Sveinbjörn tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla.
22. Umsóknir um lóðir
Framlögð umsókn frá Glæsihúsum ehf. um lóðir fyrir einbýlishús við Stekkjarholt og Ugluklett í Borgarnesi sem og á Varmalandi. Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda.
23. Bílastæði fyrir stóra bíla
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna bílastæðis fyrir stóra bíla. Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu, 1 (SE) sat hjá við afgreiðslu málsins.
24. Deiliskipulagstillaga Einkunna
Framlagt erindi frá umhverfisfulltrúa, deiliskipulagstillaga Einkunna. Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
25. Fundur Landbúnaðarstofnunar
Rætt um fund í Landbúnaðarstofnun.
26. Búrfellsmál
Rætt um dóm vegna Búrfells.
27. Eignarnám á leigulóð
Rætt um lóð í eigu sveitarfélagsins og samþykkt með tveimur atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska umsagnar Skipulagsstofnunar á heimild til eignarnáms á leigulóð, 1 (SE) sat hjá við afgreiðslu málsins.
28. Erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur
Framlögð bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15.6.2007 vegna lánssamþykkis að andvirði 146 milljón evra og lánssamþykkis að andvirði 168 milljón evra. Byggðarráð samþykkir lántökurnar fyrir sitt leyti.
29. Fundargerðir
Framlögð fundargerð aðalfundar veiðifélags Langár og fundargerð stjórnarfundar veiðifélags Langár.
30. Lóð leikskólans Uglukletts
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs að samningsverði vegna frágangs lóðar við leikskólann Ugluklett. Tillagan samþykkt.
31. Sparkvöllur á Hvanneyri
Samþykkt að heimila framkvæmdasviði að ganga til samninga við Krák ehf. um gerð sparkvallar á Hvanneyri.
32. Önnur mál
a. Framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kynnisferð til Brussel.
b. Framlagt bréf frá Björgunarsveitinni Brák vegna ferðar 7. júlí n.k.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12:00