Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

39. fundur 27. júní 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 39 Dags : 27.06.2007
Miðvikudaginn 27. júní 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Samningur Orkuveitu Reykjavíkur um raforkusölu
Framlagður samningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál vegna raforkusölu. Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
2. Umsókn um endurnýjun á námsleyfi
Framlögð umsókn Ragnhildar Hallgrímsdóttur deildarstjóra á leikskólanum Klettaborg um endurnýjun á námsleyfi sem ekki var nýtt á sl. ári. Byggðarráð samþykkir veitingu námsleyfisins.
3. Framkvæmdir við Flatarhverfi á Hvanneyri
Framlagt kostnaðarmat frá framkvæmdasviði vegna gatnagerðar við Flatarhverfi á Hvanneyri. Samþykkt að fela framkvæmdasviði að bjóða verkið út í samræmi við fjárhagsáætlun.
4. Sala á félagslegri íbúð í Borgarnesi
Rætt um sölu á félagslegri íbúð að Arnarkletti 4 í Borgarnesi. Samþykkt með tveimur atkvæðum að selja Arnarklett 4, 1 (SE) sat hjá.
5. Endurskoðun á samningi við Golfklúbb Borgarness
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra vegna endurskoðunar á samningi við Golfklúbb Borgarness vegna framkvæmda á Hamarsvelli. Samþykktur nýr samningur við Golfklúbbinn til ársins 2017, sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum með framkomnum breytingum.
6. Framkvæmdaáætlun
Á fundinn mætti Sigurður Páll Harðarson forstöðumaður framkvæmdasviðs og lagði fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda hjá Borgarbyggð.
7. Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Framlagt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna nýrra laga um gatnagerðargjald. Framkvæmdasviði falið að vinna tillögu að samþykkt um gatnagerðargjald í Borgarbyggð.
8. Þjóðvegur 1 um Borgarnes
Framlögð drög að fyrirhuguðum breytingum Vegagerðarinnar á þjóðvegi 1 við Borgarbraut 62-70. Samþykkt að óska eftir umsögn framkvæmdasviðs á breytingunum.
9. Vistvernd í verki
Framlagður samningur við Landvernd um þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu Vistvernd í verki. Byggðarráð samþykkir samninginn.
10. Borgarfjarðarbrúin
Á fundinn mættu Ársæll Guðmundsson formaður vinnuhóps um verkefnið Borgarfjarðarbrúin og Sóley Sigþórsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskólanna í vinnuhópnum til viðræðna um verkefnið. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með framþróun verkefnisins.
11. Almannavarnarnefnd
Lagt fram bréf frá lögreglustjóranum í Borgarnesi þar sem lagt er til að ein almannavarnarnefnd verði starfandi í nýju umdæmi lögreglustjórans í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkir tillöguna.
12. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Borgarbyggð og Skorradalshreppi
Framlögð tillaga að gjaldskrá, samþykkt að vinna áfram að málinu.
13. Erindi frá eiganda Jaðars í landi Ánastaða
Í erindinu kemur fram að fyrirhuguð landnýting sé búgarðabyggð, sú landnýting er ekki í samræmi við gildandi skipulag. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
14. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál, sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með Orkuveitu Reykjavíkur.
15. Starfsmannamál
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna starfsmannamála.
16. Laugagerðisskóli
Framlögð fundargerð vinnuhóps um málefni og samstarfssamning vegna Laugagerðisskóla ásamt minnisblaði frá formanni byggðarráðs.
17. Framlögð mál
a. Upplýsingar um tölur úr vorskoðun búfjáreftirlits 2007.
b. Samþykkt að halda byggðarráðsfund í Reykholti þann 18. júlí.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10:40.