Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

40. fundur 04. júlí 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 40 Dags : 04.07.2007
Miðvikudaginn 4. júlí 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi Finnbogi Leifsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar
Framlagðar fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar frá 12.06. og 26.06. 2007.
Fundargerðirnar voru samþykktar.
FR sat hjá við afgreiðslu 7. liðar fundargerðar nr. 22 vegna tengsla við málið.
2. Samningur við Golfklúbb Borgarness
Framlagður samningur við Golfklúbb Borgarness um framkvæmdir á golfvellinum að Hamri í Borgarnesi. Jafnframt er framlögð viljayfirlýsing um eflingu unglingastarfs á vegum klúbbsins.
Byggðarráð samþykkti samninginn og var honum vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
3. Landskipti
Framlagt erindi frá Deloitte hf. dagsett 21.06. 2007 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytinga á landnotkun á 8 hektara svæði í landi Guðnabakka í Borgarbyggð. Óskað er meðmæla við að landið verði tekið undan landnotkun og gert að frístundasvæði í samræmi við skipulag.
Byggðarráð samþykkti erindið enda er fyrirhuguð landnýting í samræmi við gildandi deiliskipulag.
4. Kaupsamningur
Framlagður samningur við Körfuboltadeild Skallagríms vegna sölu á íbúð að Hrafnakletti 4 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
5. Erindi frá ábúendum á Steindórsstöðum í Reykholtsdal
Framlagt erindi frá ábúendum á Steindórsstöðum í Reykholtsdal dagsett 20.06. 2007 þar sem óskað er eftir að hafa sauðfé í heimahögum sumarið 2007.
Samþykkt að vísa erindinu til Fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar.
6. Framkvæmdir við þjóðveg 1 í Borgarnesi
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasvið vegna fyrirhugaðra framkvæmda við þjóðveg 1 við Borgarbraut 62 til 70 í Borgarnesi.
Byggðarráð fagnar þessari fyrirhuguðu aðgerð en ítrekar fyrri afstöðu sveitarstjórnar að færsla þjóðvegar 1 við Borgarnes komi til framkvæmda sem fyrst.
7. Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs að hækkun á gjaldskrá gatnagerðargjalda í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að gjaldskráin verði hækkuð og var sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu að nýrri gjaldskrá á næsta fundi byggðarráðs.
8. Verknámshús við FVA
Framlagt bréf skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi þar sem gerð er grein fyrir stöðu framkvæmda við byggingu verknámshúss við skólann.
9. Erindi frá Óskari Sverrissyni
Framlagt bréf frá Óskari Sverrissyni f.h. lóðarhafa að Selási 1 í Borgarnesi dags. 29.06.07 þar sem hann óskar eftir lóðarstækkun samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til framkvæmdasviðs þar sem unnið er að deiliskipulagsvinnu við Selás.
10. Hrafnaklettur 1A
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði yfir stöðu mála á lóðinni að Hrafnakletti 1a.
11. Landskipti Jaðars í landi Ánastaða
Framlagt erindi landeiganda Jaðars, spildu úr landi Ánastaða í Borgarbyggð um landsskipti.
Byggðarráð samþykkti að heimila landskiptin en vekur athygli á að í heimildinni felst ekki breytt landnotkun eða skipulag.
12. Styrkvegir
Framlagt bréf Vegagerðarinnar dagsett 27.06. 2007 þar sem tilkynnt er um úthlutun fjármagns til styrkvega í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir tillögum frá dreifbýlisfulltrúa um skiptingu fjármagnsins og einnig óskað umsagnar landbúnaðarnefndar.
13. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
14. Fundargerð fræðslunefndar
Framlögð fundargerð fræðslunefndar dags. 18.06.07.
Byggðarráð samþykkti fundargerðina.
15. Samningur um rekstur mötuneytis Varmalandsskóla
Framlagður samningur við Kristján Fredrikssen um rekstur skólamötuneytis í Varmalandsskóla og leigu húsnæðis á Varmalandi.
Samningurinn er til tveggja ára.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
16. Erindi Sigurðar Jakobssonar
Framlögð fyrirspurn Sigurðar Jakobssonar dags. 06.06.07 varðandi reglur um viðhald á ljósastaurum sem settir hafa verið upp á vegum sveitarfélaganna sem sameinuðust í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara og einnig var sveitarstjóra falið að semja reglur um viðhald ljósastauranna.
17. Umsóknir um lóðir
Framlögð umsókn Nýverks ehf. um iðnaðarhúslóðina Sólbakka 26.
Samþykkt að úthluta lóðinni.
Framlögð umsókn Neshjúps ehf. um parhúsalóðina Stöðulsholt 38 - 40.
Samþykkt að úthluta lóðinni.
18. Bréf Límtré Vírnets
Framlagt bréf Límtré Vírnets dags. 16.04.07 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið kosti lagningu nýrrar heimæðar vatns að húsnæði fyrirtækisins að Borgarbraut 74.
Byggðarráð felst ekki á erindið.
19. Skráning lögheimilis í frístundahúsum
Fyrir var tekin umsókn Kristínar Hjálmarsdóttur þar sem óskað er eftir að skrá lögheimili í sumarhúsi í landi Brekku í Norðurárdal en erindið var lagt fram á fundi byggðarráðs 20. júní s.l.
Með vísan til laga nr. 149/2006 samþykkti byggðarráð að hafna beiðninni
20. Landskipti
Fyrir var tekið erindi frá Einari Magnússyni Túni Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að stofna séreign úr landi Túns fyrir sumarbústaðalóð, alls 1,83 hektarar.
Erindið var lagt fram á fundi byggðarráðs 20. júní s.l.
Byggðarráð samþykkti erindið.
21. Sendir á Strúti
Framlögð beiðni VGS-verkfræðistofu um framkvæmdaleyfi til að byggja sendi fyrir Neyðarlínuna á Strúti.
Byggðarráð samþykkti erindið.
22. Reiðleið
Byggðarráð samþykkti að þrátt fyrir lóðarstækkun Loftorku við Kárastaði verð áfram tryggð opin reiðleið eins og verið hefur.
23. Fundartími byggðarráðs
Rætt um fundartíma byggðarráðs
24. Framlögð mál
a) Ársreikningur Landnáms Íslands ehf. fyrir árið 2006.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,35.