Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

43. fundur 01. ágúst 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 43 Dags : 01.08.2007
Miðvikudaginn 01. ágúst 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Litla-Hvammi í Reykholti.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Framlögð var breyting á tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá um gatnagerðargjöld og byggingarleyfisgjöld í Borgarbyggð sem samþykkt var á síðasta fundi byggðarráðs.
Tillagan var samþykkt með 2 atkv. 1 (SE) sat hjá.
2. Gatnagerð í Flatahverfi
Framlögð voru tilboð í gatnagerð og lagnir í Flatahverfi á Hvanneyri.
Tilboð bárust frá eftirtöldum:
Borgarverk ehf. kr. 50.000.000,-
Jörvi hf. “ 41.697.600,-
Kostnaðaráætlun var kr. 45.484.700,-
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að semja við lægstbjóðanda.
3. Bréf Sýslumannsins í Borgarnesi
Framlagt bréf Sýslumannsins í Borgarnesi dags. 24.07.’07 varðandi ný lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Jafnframt eru framlögð erindi frá sýslumanninum í Borgarnesi varðandi endurnýjun á rekstrarleyfum á nokkrum veitingastöðum í Borgarbyggð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi staða sem fram koma í bréfinu verði endurnýjuð.
Samþykkt að óska umsagnar menningarnefndar varðandi rekstrarleyfi fyrir félagsheimili í eigu sveitarfélagsins.
4. Stofnun lóðar í Akralandi
Framlagt bréf frá Frumrás ehf. dags. 20.07.’07 þar sem farið er fram á að stofnuð verði sér lóð í landi Akra 1 í Borgarbyggð.
Samþykkt að heimila að lóðin verði stofnuð.
5. Umsókn um styrk vegna tónlistarnáms
Framlögð umsókn um styrk vegna tónlistarnáms utan Borgarbyggðar.
Samþykkt að óska eftir umsögn fræðslustjóra um umsóknina.
6. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 16.07.’07 varðandi viljayfirlýsingu Reykjanesbæjar, Orkuveitu Reykjavíkur, Hafnarfjarðarbæjar og Geysis Green Energy ehf. um samstarf innan Hitaveitu Suðurnesja.
Byggðarráð samþykkir viljayfirlýsingu um samstarf aðila í Hitaveitu Suðurnesja hf.
Byggðarráð fagnar aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur að uppbyggingu skólamannvirkja og rannsóknaraðstöðu á Suðurnesjum. Reynsla byggðarráðs af áhuga og þátttöku Orkuveitu Reykjavíkur í sambærilegum verkefnum í Borgarbyggð er jákvæð og líkur á að umfang þeirra verkefna muni vaxa á næstu árum. Byggðarráð lýsir jafnframt þeirri skoðun sinni að Orkuveita Reykjavíkur eigi alfarið að vera í eigu sveitarfélaga.
7. Svæði fyrir akstursíþróttir
Framlagt bréf íbúa í nágrenni við hugsanlega staðsetningu go-kart brautar dags. 24.07.’07 þar sem hvatt er til að brautinni verði fundinn annar og heppilegri staður.
Samþykkt með 2 atkv. að Borgarbyggð leggi ekki til spildu úr landi Borgarbyggðar í landi Borgar undir svæði fyrir akstursíþróttir. 1 (SE) sat hjá við afgreiðslu og lagði fram svohljóðandi bókun:
“Miðað við það sem á undan er gengið tel ég eðlilegt að vinna málið til enda með skipulagi og formlegri kynningu. Einungis á þann hátt er hægt að taka ígrundaða og efnislega afstöðu til málsins.”
8. Umsóknir um lóðir
Framlagðar umsóknir Loftorku Borgarnesi ehf um lóðirnar nr. 13 og 18 við Vallarás.
Afgreiðslu frestað.
Framlagðar umsóknir Eyþórs Eðvarðssonar um lóðirnar nr. 2 og 4 við Stekkjarholt
Samþykkt að úthluta Eyþóri lóðinni nr. 2 við Stekkjarholt.
Fyrir var tekin umsókn um lóð frá Glæsihúsum sem frestað var á 38. fundi byggðarráðs.
Samþykkt að úthluta lóðinni nr. 4 við Stekkjarholt til Glæsihúsa.
9. Björgunarsveitin Ok
Á fundinn mættu Snorri Jóhannesson, Bjarni Guðmundsson og Jóhann Pétur Jónsson fulltrúar frá Björgunarsveitinni Ok til viðræðna um starfsemi sveitarinnar.
Samþykkt var veita Björgunarsveitinni Ok styrk að upphæð kr. 1.000.000,- sem komi til greiðslu á árunum 2007 og 2008. Styrkurinn er veittur til húsnæðismála í tilefni af 40 ára afmæli sveitarinnar.
10. Húsnæðismál Safnahúss
Rætt um húsnæðismál Safnahúss Borgarfjarðar.
Samþykkt var að óska eftir mati framkvæmdasviðs á kostnaði við endurbætur á Safnahúsi.
11. Bréf Umhverfisstofnunar
Framlag bréf Umhverfisstofnunar dags. 19.07.’07 varðandi deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Breiðabólsstaðar 2 í Reykholtsdal.
12. Erindi frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um kaup á búnaði í skólahúsið.
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að tilnefna í vinnuhópinn.
13. Afréttarmál
Framlögð umsögn fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar vegna erindis ábúenda á Steindórsstöðum í Reykholtsdal.
Rætt um erindi frá formanni fjallskilanefndar Oddstaðaréttar vegna endurnýjunar á Oddstaðarétt.
Samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúa að láta kanna ástand réttarinnar.
14. Landskipti
Framlagt erindi vegna spildu undir sparkvöll á Bifröst, en taka þarf spilduna undan landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að verða við erindinu.
15. Brákarbraut 11
Framlögð drög að samningi við lóðarhafa að Brákarbraut 11.
Samningurinn var samþykktur með 2 atkv. 1 (SE) sat hjá við atkvæðagreiðslu og óskaði eftir að samningurinn yrði kostnaðarmetinn.
16. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2008
Rætt um vinnu við starfsáætlanir og fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
17. Fundartími byggðarráðs
Rætt um fundartíma byggðarráðs.
18. Breyting á aðalskipulagi
Samþykkt var svohljóðandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi 1997 - 2017.
“Fyrir liggur að breyting á svæðisskipulagi Mýrasýslu hefur verið staðfest. Um var að ræða breytta afmörkun á þéttbýlinu Bifröst, breyttum mörkum náttúruvættis Grábrókargíga til samræmis við ný gögn frá USTog breytt mörk brunn-, grann- og fjarsvæða vegna vatnsverndar til samræmis við vatnsból sem þegar hefur verið tekið í notkun.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, þéttbýlið á Bifröst, samkvæmt lagfærðum uppdrætti dagsettum 31. júlí 2007. Þar hafa mörk aðalskipulagssvæðisins verið lagfærð m.t.t. ofangreindrar breytingar á svæðisskipulagi.”
19. Kostnaðarmat á Hallveigartröð
Framlagt kostnaðarmat framkvæmdasviðs á frágangi götunnar Hallveigartröð í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Reykholtsstaðar ehf. um málið.
Framlögð beiðni Fasteignamiðstöðvarinnar dags. 05.07.’07 þar sem farið er fram á heimild til að skipta jörðinni Miklaholt 136022 í 6 hluta.
Byggðarráð samþykkti að heimila landskiptin en vekur athygli á að í heimildinni felst ekki breytt landnotkun eða skipulag.
21. Framlögð mál
a) Bréf Skipulagsstofnunar dags. 05.07.’07 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bjarnastaða, svæði 5.
b) Bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.07.’07 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hvanneyrar, svæði D, gervigrasvöllur.
c) Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 18.07.’07 varðandi lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna.
d) Bréf Snorrastofu dags. 23.07.’07 varðandi útgáfuhátíð í tilefni útgáfu bókar í tengslum við Reykholtshátíð sem haldin var 26. – 29. júlí
e) Framlagt afrit af bréfi menningarfulltrúa Vesturlands til Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 23.07.’07 varðandi endurnýjun á menningarsamningi fyrir Vesturland.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.