Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

46. fundur 29. ágúst 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 46 Dags : 29.08.2007
Miðvikudaginn 29. ágúst 2007 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti
Tekin fyrir erindi frá Sigurði Einarssyni Stóra-Fjalli og Sandhólum ehf. vegna lands í Norðtungu, en frekari upplýsingar hafa borist varðandi erindin.
Byggðarráð samþykkti erindi Sigurðar en vekur athygli á að í því felst ekki breytt skipulag umfram það sem áður hefur verið samþykkt.
Beiðni Sandhóla ehf. um að 7.3 ha spilda verði tekin úr landi Norðtungu 2 og gerð að séreign var samþykkt.
2. Landskipti
Framlagt erindi frá Guðrúnu Fjeldsted Ölvaldsstöðum þar sem hún óskar eftir að gera spildu úr landi Ölvaldsstaða IV að séreign, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og óskað frekari upplýsinga.
3. Landskipti
Framlagt erindi Magnúsi Magnússyni Hamraendum þar sem óskað er eftir að 28.6 hektara spilda úr landi Hamraenda verði gerð að séreign, en fyrirhugað er að stofna nýtt lögbýli á spildunni. Landnotkun verður óbreytt.
Samþykkt að fresta afgreiðslu.
4. Gatnagerðargjöld
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs um gjaldtöku gatnagerðargjalda á lóðum þar sem ekki er fyrirhugað að reisa húsbyggingar.
Í tillögunni er gert ráð fyrir meðalnýtingarhlutfalli lóðar á viðkomandi svæði.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
5. Þjóðvegur 1 um Borgarnes
Framlögð tillaga og kostnaðarmat Vegagerðarinnar á breytingum á gatnamótum þjóðvegar 1 við Borgarbraut í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
6. Stækkun lóðar
Framlagt erindi frá Þórhildi Þorsteinsdóttur Brekku Norðurárdal dags. 23.08.07 þar sem óskað er eftir að íbúðarhúsalóð verði stækkuð úr 1 ha í 2.43 ha. Jafnframt verði lóðarstækkun tekin undan landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti erindið.
7. Kvörtun vegna ágangs búfjár
Framlagt erindi þar sem kvartað er yfir ágangi búfjár frá nágrannabæ.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og viðkomandi afréttarnefndar.
8. Tómstundaskóli/Skólaskjól í Borgarnesi
Framlögð tillaga að innritunarreglum og nýrri gjaldskrá fyrir Tómstundaskóla/Skólaskjól í Borgarnesi. Jafnframt er framlögð kostnaðaráætlun fyrir búnaðarkaup að upphæð kr. 1.055.000,-
Byggðarráð vísaði reglunum til umsagnar fræðslunefndar en samþykkti gjaldskrána hvað varðar vistunargjald og gjald fyrir síðdegishressingu. Afgreiðslu á öðrum hlutum gjaldskrárinnar var frestað. Samþykkt var að heimila búnaðarkaup skv. kostnaðaráætlun.
Fjárveiting verður tekin af framlagi Jöfnunarsjóðs.
9. Fráveita við Hótel Hamar
Framlagt erindi frá Hirti Árasyni f.h. Hótel Hamars í Borgarnesi þar sem óskað er eftir að fráveita frá hótelinu verði tengd við fráveitulögn fyrir Borgarnes.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um málið.
10. Erindi frá ritnefnd bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu
Á fundinn mætti Hilmar Már Arason formaður ritnefndar um ritun skólasögu Mýrasýslu til viðræðna um verkefnið.
11. Stofnfé í Sparisjóði Mýrasýslu
Rætt um aukningu Borgarbyggðar á stofnfé í Sparisjóði Mýrasýslu.
12. Fjárhagsáætlun 2008
Framlögð tillaga fjármálastjóra um tímaáætlun um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008. Jafnframt var farið yfir vinnu ráðgjafa um breytingar á verkferlum við áætlunargerð.
Byggðarráð samþykkti tímaáætlunina.
13. Byggingarsvæði vestan Borgarvogar
Rætt um framhald viðræðna Borgarbyggðar við Eykt um byggingarland vestan Borgarvogar.
14. Búrfell
Rætt um niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands varðandi Búfell í Hálsasveit.
Byggðarráð samþykkti að áfrýja málinu til Hæstaréttar.
15. Ályktanir frá félagsmálanefnd
Framlagðar ályktanir frá fundi félagsmálanefndar Borgarbyggðar frá 15. ágúst 2007 varðandi þjónustuíbúðir og daggæslu barna.
Samþykkt að óska eftir að félagsmálastjóri komi á næsta fund byggðarráðs til viðræðna um ályktanirnar.
16. Könnun á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð
Framlögð samantekt um könnun á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir greinargerð frá forstöðumönnum stofnana.
17. Samstarf safna í Borgarfirði
Rætt um samstarf safna og menningarstofnana í Borgarfirði.
18. Fundargerð frá fundi formanna afréttanefnda
Framlögð fundargerð frá fundi formanna afréttanefnda í Borgarbyggð sem haldinn var 21. ágúst 2007.
Samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúum í samráði við formenn afréttarnefnda að gera úttekt á afréttargirðingum í Borgarbyggð.
19. Nám fyrir stjórnendur
Framlögð drög að námskeiðslýsingum fyrir stjórnendanám sem Háskólinn á Bifröst hefur unnið fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
20. Fundargerð fræðslunefndar
Framlögð fundargerð fræðslunefndar frá 20.08. 2007 þar sem m.a. er rætt um sérkennslu og húsnæðismál á Kleppjárnsreykjum.
Sveitarstjóra var falið að afla upplýsinga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sérkennslu og stuðningskennslu í leikskólum.
Húnsæðismálum Grunnskóla Borgarfjarðar var vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
21. Umsóknir um stuðning vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Farið yfir umsagnir fræðslustjóra vegna umsókna um stuðning til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins.
Samþykkt að veita stuðning til þessara aðila á grundvelli umsagna fræðslustjóra.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Samþykki skiptingu styrkja en minni á fyrri bókanir um málið."
Samþykkt að fela sveitarstjóra að skrifa menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf þar sem aðilar er hvattir til að ná niðurstöðu í samningaviðræður um kostnaðarskiptingu.
22. Landnámssetur
Á fundinn mætti Kjartan Ragnarsson framkvæmdastjóri Landnámssetur og kynnti hugmyndir um starfsemi Landnámsseturs.
23. Staðardagskrá 21
Rætt um vinnu við Staðardagskrá 21.
24. Framlögð mál
a. Afrit af bréfi formanns Héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu til Sýslumannsins í Borgarnesi vegna leita og rétta.
b. Fundargerð frá fundi Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórnans í Borgarnesi.
c. Yfirlit um ágóðahlutgreiðslu EBÍ
d. Tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands um gjaldskrárbreytingu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,00.