Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

47. fundur 05. september 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 47 Dags : 05.09.2007
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Leikskólinn Uglukletti
Framlagt erindi frá leikskólastjóra við leikskólann Ugluklett þar sem óskað er eftir að þriðja deildin verði leikskólann taki til starfa í september 2007.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var samþykkt að fela fræðslustjóra að meta kostnað við það fyrir næsta fund byggðarráðs.
2. Erindi frá Prentleikni ehf.
Framlagt erindi frá Prentleikni ehf þar sem Borgarbyggð er boðið að vera með í kynningarbók “Iceland today”.
Byggðarráð samþykkti að hafna erindinu.
3. Menningarsjóður Borgarbyggðar
Framlagt erindi menningarfulltrúa vegna breytinga á skipulagsskrá Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti breytingarnar og var stjórnarkjöri vísað til sveitarstjórnar.
4. Verksamningur
Framlagður verksamningur við Signýju Einarsdóttur talmeinafræðing.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
5. Fundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. sem fram fer 14. september n.k. kl. 15.00 í Borgarnesi.
Samþykkt að Björn Bjarki Þorsteinsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt var að fela fræðslustjóra að ræða við skólameistara menntaskólans um skólaakstur að við skólann.
6. Gangstétt við Brákarbraut
Framlögð kostnaðaráætlun framkvæmdasviðs vegna gangstéttar við Brákarbraut 4-8 í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að láta bjóða út verkið og einnig var því falið að gera tillögu að götulýsingu á svæðinu.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að gera tillögu að framkvæmdum við gangstéttir í Kvíaholti.
7. Útilýsing á lögbýlum
Framlagt erindi Ólafs Egilssonar á Hundastapa þar sem óskað er eftir að settur verði upp ljósastaur við nýtt íbúðarhús í landi Hundastapa.
Byggðarráð samþykkti erindið.
Jafnframt voru framlögð drög að reglum um lýsingu í dreifbýli og var þeim vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8. Þriggja fasa rafmagn í dreifbýli
Rætt var um beiðni íbúa í dreifbýli Borgarbyggðar að hafa aðgang að þriggja fasa rafmagni. Beiðninni hefur þegar verið komið á framfæri við Rarik og var sveitarstjóra falið að ítreka erindið.
9. Skólasel á Hvanneyri
Framlögð tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Skólasel á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
10. Fjárhagsáætlun 2008
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram tekjuáætlun fyrir árið 2008. Auk þess mætti á fundinn Oddur Jónsson frá KPMG og kynnti vinnu við endurskoðun verkferla við fjárhagsáætlunargerð og vinnu við uppbyggingu eingasjóðs.
Lögð voru fram drög að starfsáætlunum næsta árs frá nokkrum stofnunum.
11. Ályktanir frá félagsmálanefnd
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um ályktanirnar félagsmálanefndar sem lagðar voru fram á 46. fundi byggðarráðs.
12. Könnun á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð
Félagsmálastjóri kynnti könnun um kjör kynjanna hjá Borgarbyggð sem lögð var fram á 46. fundi byggðarráðs.
13. Breyting á lóðarmörkum við Fálkaklett
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs vegna breytinga á lóðarmörkum við Fálkaklett 1og 15.
Byggðarráð samþykkti að fela framkvæmdasviði að gera nýja lóðaleigusamninga við lóðarhafa að Fálkakletti 1 og 15 þar sem lóðarmörk milli lóðanna verði í beinni línu.
14. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um eignarform á Orkuveitu Reykjavíkur.
15. Vinnuhópur um fjallskilamál
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um afréttar- og fjallskilamál.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið og vísaði til sveitarstjórnar að skipa fimm menn í vinnuhópinn.
16. Aðalskipulag
Rætt um stöðu á vinnu við aðalskipulag fyrir Borgarbyggð.
17. Þjóðlendumál
Framlagt minnisblað frá framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Búnaðarsamtökin á grundvelli minnisblaðs framkvæmdastjórans.
18. Safn- og tengivegir
Rætt um viðhald safn- og tengivega í Borgarbyggð
19. Vatnsveita við Hnoðraból
Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra á framkvæmdasviði varðandi vatnsveitu í leikskólann Hnoðraból.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um úrbætur á þessu máli nú þegar.
20. Girðingar
Framlagt bréf frá Þorbirni Hlyn Árnasyni sóknarpresti á Borg dags. 29.08.07 þar sem farið er fram á að sett verði upp girðing á merkjum Borgar og Borgarbyggðar vestan Borgarlækjar frá þjóðvegi að Kiðanesvogi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta setja upp girðinguna. Áætlaður kostnaður við verkið er 1 milljón króna og færist á liðinn 11-410, opin svæði.
21. Íþróttaskóli
Á fundinn mætti Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi til viðræðna um tilraunaverkefni um íþróttaskóla fyrir börn í 1. og 2. bekk grunnskóla.
Samþykkt að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fram kostnaðarmat á stofnun og rekstri íþróttaskóla.
22. Geymslumál og skráning safnamuna
Samþykkt var að fela menningarfulltrúa að ræða við fulltrúa safna í Borgarfirði um mögulega samnýtingu á geymsluhúsnæði og samstarf um skráningu muna.
23. Afréttarnefnd Borgarhrepps
Samþykkt var að tilnefna Guðrúnu Fjeldsted í afréttarnefnd Borgarhrepps í stað Helga Helgasonar sem hefur sagt sig úr nefndinni.
24. Borgarfjarðarbrúin
Rætt var um tilnefningu í vinnuhóp um verkefnið Borgarfjarðarbrúin sem er samstarfsverkefni skóla í Borgarbyggð.
25. Nefndaskipan
Rætt um skipan nefnda sveitarfélagsins.
26. Framlögð mál
a. Afrit af bréfi Brunamálastofnunar vegna slökkviliðsmála í Skorradal.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,35.