Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

54. fundur 31. október 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 54 Dags : 31.10.2007
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Landskipti
Framlagt erindi dagsett 26.10. 2007 frá íbúum í Norðtungu í Þverárhlíð þar sem óskað er eftir að Norðtunga 2 verði afmörkuð og að tveimur spildum verði skipt út úr Norðtungu. Landnotkun verður óbreytt.
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um erindið.
2. Erindi frá afréttanefnd Borgarhrepps og Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar
Samþykkt að vísa erindunum til umsagnar landbúnaðarnefndar og framkvæmdasviði falið að kostnaðarmeta framkvæmdirnar.
3. Umsögn um lagafrumvarp
Framlagt bréf dagsett 22.10. 2007 frá Allsherjarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um fraumvarp til laga um tilflutning verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja drög að umsögn fyrir byggðarráð.
4. Erindi frá Ragnari F. Kristjánssyni
Framlagt erindi dagsett 17.10. 2007 frá Ragnari F. Kristjánssyni varðandi umhverfi Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
5. Erindi frá Búnaðarfélagi Mýramanna
Framlagt erindi dagsett 22.10. 2007 frá Búnaðarfélagi Mýramanna þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á vagni til fjárflutninga.
Samþykkt með 2 atkv. að hafna beiðninni. SE sat hjá við afgreiðslu.
6. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um gjaldskrár fyrir árið 2008, framkvæmdaáætlun og eftirfylgni með fjárhagsáætlunarvinnu.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um vatnsgjald og fráveitugjald í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um innheimtu kostnaðar vegna skipulagsmála.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Undirritaður leggur til að systkinaafsláttur verði 100% af dvalargjaldi (vistunargjaldi). Fæði verði greitt að fullu.
Undirritaður leggur til að þar sem barn úr fjölskyldu er í vistun hjá dagforeldri þá verði ekki innheimt vistunargjald vegna systkina þess á leikskóla. Skilyrði er þó að barnið sé í heilsdagsvistun, lagðir séu fram reikningar og að dagforeldri hafi leyfi.
Afsláttur skal ávallt gilda um elsta barn, nema ef kostnaður við yngra barn er lægri."
Samþykkt að vísa tillögunni til næsta fundar.
7. Þriggja ára áætlun 2009-2011
Rætt um vinnu við þriggja ára áætlun fyrir árin 2009-2011.
Á næsta fundi byggðarráðs verða lagðar fram frekari upplýsingar varðandi vinnuna.
8. Félagsheimilið Þinghamar
Framlagt minnisblað frá menningarfulltrúa vegna útleigu á félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
9. Erindi frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Framlögð ályktun frá fundi stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar um almennings-samgöngur í Borgarnesi.
Samþykkt var að óska eftir tillögum frá atvinnu- og markaðsnefnd fyrir nóvember-lok um almenningssamgöngur í Borgarbyggð.
10. Deiliskipulag í Brákarey
Framlögð drög að samningi við Kanon arkitekta um deiliskipulag Brákareyjar.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
11. Skólasel á Hvanneyri
Rætt um tillögur að breytingu á starfsemi skólasels á Hvanneyri.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
12. Umsögn um landskipti
Framlagðar umsagnir Búnaðarsamtaka Vesturlands um landskipti.
Byggðarráð samþykkti þrjá fyrstu liðina en fjórða lið var frestað þar sem frekari umsögn vantar.
13. Erindi vegna verkefnisins “Jól í Borgarnesi”
Framlagt erindi um verkefnið “Jól í Borgarnesi”.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið.
14. Samstarfssamningur við Hreðavatn ehf.
Framlögð drög að samstarfssamningi við Hreðavatn ehf. um rekstur á salernisaðstöðu og viðhald mannvirkja við Glanna og Paradísarlaut.
Byggðarráð gerði breytingar á drögunum og samþykkti samninginn með áorðnum breytingum.
15. Leikskólinn Hraunborg
Á fundinn mættu Margrét Pála Ólafsdóttir og Anna María Sverrisdóttir frá Hjallstefnunni til viðræðna um málefni leikskólans Hraunborgar á Bifröst.
Byggðarráð óskaði eftir minnisblaði frá framkvæmdasviði varðandi ástand húsnæðismála á Hraunborg.
16. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 5. fundi í vinnuhópi um aðalskipulag Borgarbyggðar.
b. Afrit af bréfi yfirdýralæknis
c. Afrit af bréfi Landverndar um verkefnið skólar á grænni grein.
d. Tillaga að fjárhagsáætlun Laugagerðisskóla 2008.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,00.