Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

58. fundur 05. desember 2007 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 58 Dags : 05.12.2007
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga
Framlagt erindi dagsett 28.11. 2007 frá Lánasjóði sveitarfélga þar sem kynntar eru hugmyndir um stofnun fasteignafélags sveitarfélaga.
2. Erindi frá Snorrastofu
Framlagt erindi dagsett 29.11. 2007 frá Snorrastofu þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við fjármögnun á stöðugildi verkefnisstjóra við uppbyggingu Minjagarðs.
Samþykkt að vísa erindinu til menningarnefndar.
3. Reglur um fjárhagsaðstoð
Framlagt bréf félagsmálanefndar um reglur um fjárhagsaðstoð, en tillögu að reglum var vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkti reglurnar.
Sveinbjörn lagði fram bókun að hann samþykki tillöguna en lýsir enn og aftur efasemdum um þær reglur sem í gildi eru.
4. Afsláttur á fasteignagjöldum
Framlögð tillaga félagsmálanefndar um afslátt á fasteignagjöldum fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttirfélagsmálastjóri og útskýrði tillöguna.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
5. Samgöngur við Hvalseyjar
Rætt um samgöngur við Hvalseyjar í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina um póstþjónustu við Hvalseyjar.
6. Kárastaðaflugvöllur
Á fundinn mætti Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála og kynnti tillögu að breyttu skipulagi við Kárastaðaflugvöll.
Sveinbjörn óskar eftir upplýsingum um ábyrgð sveitarfélagsins, um áætlaðan kostnað við verkefnið og hvort eitthvað og þá hversu mikið land getur ekki nýst til uppbyggingar vegna öryggiskrafna sem gilda við þennan flugvöll.
7. Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Samþykkt með 2 atkv. að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögu að 25% hækkun gatnagerðargjalda á næsta fundi sveitarstjórnar. SE sat hjá við afgreiðslu og óskaði eftir að lagðar verði fram uppfærðar upplýsingar um kostnað við gatnagerð.
8. Brákarbraut 11
Rætt um samkomulag við lóðarhafa að Brákarbraut 11 vegna lóðarskerðingar.
Vegna breyttra forsenda samþykkti byggðarráð að falla frá fyrirliggjandi samningsdrögum og var sveitarstjóra falið að gera lóðarhafa nýtt tilboð.
9. Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna
Framlagt minnisblað frá Finnboga Leifssyni frá viðtalstímum sveitarstjórnarmanna 28.11. 2007.
10. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri.
Lagðar fram tillögur að gjaldskrám s.s. fasteignaskatts, lóðaleigu, vatnsgjald, hreinsun og tæmingu rotþróa, stofngjald fráveitu og fráveitugjalds, söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps, leikskóla, hunda- og kattahald, íþróttamiðstöðva, skólamötuneyta og tómstundaskóla. Samþykkt að vísa tillögunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um tillögu að framkvæmdaáætlun.
Samþykkt að vísa tillögu að fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
11. Þriggja ára áætlun 2009-2011
Rætt um vinnu við þriggja ára áætlun fyrir árin 2009-2011.
Samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
12. Niðurfelling á forkaupsrétti
Framlagt erindi frá Fasteignasölunni Domus þar sem óskað er eftir Borgarbyggð heimili að íbúð að Túngötu 21 verði seld á frjálsum markaði.
Byggðarráð samþykkti að falla frá forkaupsrétti.
13. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
14. Stjórnkerfi Borgarbyggðar
Rætt um nefndir sveitarfélagsins.
15. Netþjónabú
Samþykkt var að Borgarbyggð taki þátt í könnun um hagkvæma staðsetningu netþjónabús. Kostnaður að upphæð kr. 400.000,- færist á liðinn atvinnumál.
16. Lausar lóðir
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að auglýsa lausar lóðir sem til eru í sveitarfélaginu.
17. Hvítárbakki
Rætt um starfsemi Meðferðarheimilisins að Hvítárbakka.
Samþykkt að bjóða forstöðumanni til viðræðna við byggðarráð.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,00.