Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

61. fundur 16. janúar 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 61 Dags : 16.01.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Leikskólinn Hraunborg
Framlagt minnisblað frá fundi um leikskólann Hraunborg á Bifröst sem fram fór 11. janúar s.l.
Byggðarráð samþykkti að setja á fót vinnuhóp um húsnæðismál leikskólans Hraunborgar. Skipað verður í vinnuhópinn á næsta fundi byggðarráðs.
2. Erindi frá Atlantsolíu
Framlagt erindi dagsett 11. janúar 2008 frá Atlantsolíu um vegtengingu við lóð félagsins við Vallarás 17.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var framkvæmdasviði falið að leita nauðsynlegra umsagna.
3. Landskipti
Framlagt erindi frá LM lögmenn dags. 07.01.08 vegna landskipta úr landi Veiðilækjar í Borgarbyggð. Í erindinu kemur fram hnitsetning á landi og að landnotkun verði óbreytt.
Byggðarráð samþykkti skiptinguna.
4. Landskipti
Framlagt erindi frá Jóni Fr. Jónssyni f.h. eigenda mannvirkja á Hvítárbakka um stofnun séreignalóða undir húsin að Hvítárbakka 4, 5 og 6 í Borgarbyggð. Lóðirnar verða leigulóðir úr Hvítárbakka 2. Jafnframt er sótt um stofnun séreingarlóðar úr landi Vindheima í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um erindið.
5. Menntaskóli Borgarfjarðar
Framlögð endurskoðuð drög að leigusamningi á milli Menntaborgar ehf. og Borgarbyggðar um húsnæðið að Borgarbraut 54 -56.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
6. Erindi frá SÍBS
Framlagt erindi dagsett 04.01. 2008 frá SÍBS þar sem óskað er eftir stuðningi til tækjakaupa á Reykjalundi.
Byggðarráð samþykkti að verða ekki við erindinu að þessu sinni.
7. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Á fundinn mættu Torfi Jóhannesson formaður skipulags- og bygginganefndar og Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála til viðræðna um vinnu við aðalskipulag Borgarbyggðar.
8. Fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Framlögð fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrir árið 2008.
Byggðarráð samþykkti áætlunina.
9. Sauðamessa 2008
Framlagt erindi frá Gísla Einarssyni og Bjarka Þorsteinssyni dags. 11.01.08 þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um framkvæmd Sauðamessu árið 2008.
Samþykkt að boða bréfritara til viðræðna við byggðarráð.
10. Aðstaða fyrir Mótorkross
Rætt um aðstöðu fyrir mótorkross í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kanna mögulega staðsetningu mótorkrossbrautar í nágrenni Borgarness.
11. Lóðaúthlutun
Framlagðar voru umsóknir um lausar lóðir í Borgarbyggð sem auglýstar voru fyrir skömmu.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs.
Þar sem fleiri en ein umsókn var um nokkrar lóðir var dregið um hverjir fengu lóðirnar.
Jón Einarsson fulltrúi sýslumanns í Borgarnesi sat fundinn meðan dregið var úr umsóknum.
 
Eftirtaldir fengu úthlutað lóðum:
Lóðir á Hvanneyri:
Lóuflöt 1 1 umsókn barst.
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Lóuflöt 2 1 umsókn barst.
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Lóuflöt 3 3 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Guðmundar Hallgrímssonar
Lóuflöt 4 1 umsókn barst.
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Hrafnaflöt 8 - 14 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Þróunarfélagsins Lands
Hrafnaflöt 16 - 22 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Sólfells ehf.
Hrafnaflöt 24 - 30 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Þróunarfélagsins Lands
Lóðir í Borgarnesi:
Fjóluklettur 4 1 umsókn barst.
Lóðinni var úthlutað til Kristins Sigvaldasonar.
Fjóluklettur 8 2 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Guðrúnar Kristjánsdóttur.
Fjóluklettur 10 5 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Ómars Kristjánssonar.
Fjóluklettur 12 5 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Viktors Sigurbjörnssonar.
Fjóluklettur 13 1 umsókn barst.
Lóðinni var úthlutað til Kristins Sigvaldasonar.
Fjóluklettur 14 6 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Jóns Arnars Sigurþórssonar.
Fjóluklettur 16 8 umsóknir bárust.
Lóðinni var úthlutað til Ingvars Kristjánssonar.
Sólbakki 31 1 umsókn barst.
Lóðinni var úthlutað til Björns Hermannssonar.
12. Leikskólinn Andabær
Framlögð drög að skýrslu frá vinnuhópi um undirbúning að nýbyggingu við leikskólann Andabæ á Hvanneyri.
13. Almenningssamgöngur
Framlögð greinargerð frá atvinnu- og markaðsnefnd um almenningssamgöngur.
14. Umferðarskipulag við Grunnskólann í Borgarnesi
Forstöðumaður framkvæmdasviðs kynnti tillögu að nýju umferðarskipulagi við Grunnskólann í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að fela framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu.
15. Leiga á Grunnskóla Borgarfjarðar
Rætt um fyrirspurnir sem borist hafa um leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fyrir sumarstarfssemi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
16. Fasteignagjöld fyrir árið 2008.
Framlögð áætlun um tekjur af fasteignagjöldum á árinu 2008.
Samþykkt með 2 atkv. að breyta álagningu fasteignagjalda 2008 á þann hátt að fasteignaskattur í c-flokki verði 1,40% í stað 1,45%.
Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Fagna þessari breytingu en vildi jafnframt lækka álagningu á a-flokki sbr. tillögu í sveitarstjórn."
17. Sundabraut
Rætt um framkvæmdir við Sundabraut.
18. Dagvistun barna
Að loknum fundi fór byggðarráð í félagsmiðstöðina Mími og heimsótti “ungmæðraklúbbinn” í Borgarnesi til viðræðna um dagvistun fyrir börn undir leikskólaaldri í Borgarbyggð.
19. Framlögð erindi
a. Yfirlit og samantekt á útköllum slökkviliðs Borgarbyggðar 2007.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,30.