Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

66. fundur 27. febrúar 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 66 Dags : 27.02.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Rökstuðningur fyrir úthlutun styrkja til menningarstofnana
Framlagt bréf Sigríðar B. Jónsdóttur formanns menningarnefndar vegna fyrirspurnar Sveinbjörns Eyjólfssonar þar sem hann óskaði eftir rökstuðningi varðandi tillögu nefndarinnar að fjárveitingum til menningarstofnana. Jafnframt var framlögð fundargerð menningarnefndar frá 20.02. 2008.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Bókun vegna svars meirihluta menningarnefndar og minnisblaðs menningarfulltrúa um stuðning við menningarstofnanir í sveitarfélaginu.
  1. Í fyrsta lagi er lýst miklum vonbrigðum með svör meirihluta menningarnefndar á einföldum og skýrum spurningum og ekki síður að sumum spurningum er ekki svarað, m.a. með þeim rökum að ekki sé viðeigandi að fara út í samanburð á eðli og umfangi einstakra stofnana. Þegar stuðningur er jafn misjafn og raun ber vitni verður meirihluti menningarnefndar að rökstyðja þann mun enda hlýtur stuðningur að miðast við það starf sem þar fer fram.
  2. Í annan stað er harmað að meirihluti menningarnefndar hefur engar hugmyndir um að gætt sé jafnræðis við úthlutun framlaga til menningarstofnana.
  3. Í þriðja lagi er ótrúlegt að sjá að ekki sé litið til allra framlaga sveitarfélagsins og mótmælt er þeirri túlkun að til séu reglur um “óskilyrt rekstrarframlög” enda hafa þær hvergi verið kynntar eða samþykktar.
  4. Að lokum hryggir það mig að í vandræðum sínum ýjar meirihluti menningarnefndar að því í svari við fjórðu spurningu að ástæða sé til að skoða þann stuðning sem Snorrastofa hlaut frá Borgarfjarðarsveit á árunum 2002 til 2006 þegar undirritaður var þar oddviti og “....óska í kjölfarið eftir nánari rökstuðningi fyrir einstökum framlögum og styrkjum...” Vegna þessar orða er óhjákvæmilegt annað en að óska eftir því við sveitarstjóra að tekið verði saman minnisblað um fjárhagsleg samskipti Borgarfjarðarsveitar og Snorrastofu á þessu tímabili."
 
2. Erindi frá Ungmennafélagi Reykdæla
Framlagt erindi dagsett 22.02. 2008 frá Magnúsi Magnússyni f.h. útgáfunefndar afmælisbókar Umf. Reykdæla þar sem óskað er að sveitarfélagið kaupi styrkauglýsingu í bókinni að upphæð kr. 125.000
Samþykkt að kaupa auglýsinguna og færist kostnaður á 21-810-9191, aðrir styrkir og framlög.
3. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála og gerði grein fyrir tilboði frá Fornleifastofnun í vinnu við forleifaskráningu í Borgarbyggð. Jafnframt voru kynnt drög að hugmyndum um breytt skipulag við Fitjar í Borgarnesi.
Samþykkt var að taka tilboði í fornleifaskráningu.
Samþykkt var að vísa drögum að skipulagi við Fitjar til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
4. Landskipti
Framlagt bréf dagsett 15.02. 2008 frá Sturlu Stefánssyni og Ásgerði Pálsdóttur ábúendum að Arnarstapa þar sem óskað er eftir að 8720 fermetra spilda við Skáney í landi Arnarstapa verði tekin undan landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
 
5. Samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð
Framlagt erindi dags. 13.02. 2008 frá Degi Andréssyni, Reit í Reykholtsdal þar sem farið er fram á að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
6. Menningarráð Vesturlands
Framlagt bréf frá Menningarráði Vesturlands þar sem tilkynnt er að sveitarfélögum á Vesturlandi beri að greiða 17.5% af kostnað við úthlutaða menningarstyrki á árinu 2007. Hlutur Borgarbyggðar er því kr. 920.486.- Jafnframt er framlagt bréf frá Menningarráði Vesturlands þar sem kynnt er fyrirhuguð Viðburðarvika á Vesturlandi sem fram fer 23. til 30. apríl n.k.
Samþykkt að óska eftir frekari skýringum á þessi framlagi.
7. Samningur um vatnsból í landi Varmalækjar
Framlagt bréf dagsett 19.02. 2008 frá Sigurði Jakobssyni Varmalæk varðandi samning um vatnsból í landi Varmalækjar.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur um erindið.
8. Húsnæðismál Safnahúss
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttirmenningarfulltrúi og gerði grein fyrir minnisblaði um húsnæðismál safnahússins. Jafnframt var rætt um starfsemi í húsinu á árinu 2008, þ.m.t fyrirhugaða sýningu um börn í 100 ár.
9. Verklagsreglur og upplýsingamiðlun
Rætt um verklagsreglur og upplýsingamiðlun innan stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarnefnd og skipulags- og byggingarnefnd að leggja fram tillögur varðandi fegrunarátak í Borgarbyggð á árunum 2008 - 2009.
Á fundinn mætti Gísli Einarsson til viðræðna um fyrirhugaða Sauðamessu í Borgarbyggð.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með framkomna hugmynd um Sauðamessu og var samþykkt að heimila að hún fari fram í Skallagrímsgarði og nágrenni hans.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að boða til fundar með fulltrúum úr atvinnu- og markaðsnefnd og menningarnefnd til að ræða málefni héraðshátíða.
11. Umsókn um leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir sumarbúðir
Rætt um drög að leigusamningi við Ævintýraland um leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Ævintýraland enda liggi fyrir samþykki slökkviliðsstjóra.
12. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Rætt um stefnumótunarvinnu við DAB.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar félagsmálanefndar.
13. Heimsókn umhverfisráðherra
Rætt um fyrirhugaða heimsókn umhverfisráðherra á Hvanneyri fimmtudaginn 28.02. 2008.
14. Erindi frá fræðslustjóra
Framlagt erindi frá fræðslustjóra vegna útgáfu skólastefnu.
Samþykkt var að gefa skólastefnuna út með fréttabréfi Borgarbyggðar.
15. Þjónustusamningar um viðhald á fasteignum Borgarbyggðar
Rætt um gerð þjónustusamninga um viðhald á fasteignum Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu.
16. Skólaakstur
Framlagt erindi frá Finnboga Leifssyni vegna skólaaksturs í Grunnskólann í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
17. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer á Hótel Hamri 7. mars n.k.
Samþykkt að fela Finnboga Rögnvaldssyni að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
18. Gagnkvæm aðstoð slökkviliða
Framlögð drög að samningi um gagnkvæma aðstoð slökkviliða Stykkishólms og nágrennis, Grundarfjarðar, Snæfellsbæjar, Búðardals, Reykhóla og Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti að slökkvilið Borgarbyggðar verði aðili að samningnum.
19. Bréf umboðsmanns Alþingis
Framlagt bréf umboðsmanns Alþingis dags. 22.02.08 varðandi málefni Orkuveitu Reykjavíkur og stofnun dótturfélags þess.
Framlagt bréf Inga Tryggvasonar hdl. dags. 27.02.08 varðandi eignarnám á 526,5 m² hluta úr lóðinni Brákarbraut 11 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti bréfið með 2 atkv. 1 (SE) sat hjá.
21. Framlögð erindi
a. Samningur Snorrastofu og Menntamálaráðuneytis
b. Framlagt bréf frá Íslenska gámafélaginu um sorphirðumál sveitarfélaga.
c. Fundargerð frá fundi í vinnuhópi um vallarhús í Borgarnesi.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15.