Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

68. fundur 19. mars 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 68 Dags : 19.03.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Finnbogi Leifsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Heilsulindasamtökum Íslands
Framlagt erindi frá Heilsulindasamtökum Íslands dagsett 05.03.2008 þar sem Borgarbyggð er boðin aðild að samtökunum.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar tómstundanefndar.
 
2. Öryggismál sundstaða
Framlagt minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um öryggismál sundstaða í Borgarbyggð.
Samþykkt að heimila kaup á skjám og tölvu til að hýsa myndir úr öryggismyndavélum.
3. Vatnsveita Álftanesshrepps
Á fundi mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um viðhald á Vatnsveitu Álftanesshrepps.
4. Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri
Framlögð fyrirspurn dagsett 05.03. 2008 frá Ástríði Einarsdóttur deildarstjóra um framkvæmdir við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri og framtíðarnotkun á núverandi húsnæði leikskólans Andbæjar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara erindinu og hugmyndum um nýtingu núverandi húsnæðis leikskólans vísað til umsagnar fræðslunefndar.
 
5. Landskipti á Bifröst
Framlagt erindi frá Háskólanum á Bifröst þar sem óskað er eftir heimild til að taka land undan landbúnaðarnotkum, en umrætt land verður hluti af skólalóð og leiksvæði.
Byggðarráð samþykkti að taka landið úr landbúnaðarnotkun.
6. Menningarráð Vesturlands
Á fundi mætti Þorvaldur T. Jónsson fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Menningarráðs Vesturlands til viðræðna um starfsemi ráðsins.
7. Umsagnir um lagafrumvörp
Framlögð bréf dagsett 04.03.08 frá menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktun um stofnun háskólaseturs á Akranesi og frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktun um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara erindunum.
Jafnframt var samþykkt að fela skipulags- og byggingarnefnd að fjalla um frumvarp til laga um frístundabyggð.
8. Erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dagsett 11.03. 2008 þar sem óskað er eftir samþykki eigenda fyrir lántöku að andvirði 100 milljóna evra hjá Dexia Crédit Local.
Byggðarráð samþykkti fyrir sitt leyti að heimila lántökuna.
9. Viðburðadagatal
Framlagt minnisblað frá fundi fulltrúa úr atvinnu- og markaðsnefnd og menningarnefnd um Borgarfirðingahátíð 2008.
Rætt um breytt fyrirkomulag hátíðarhalda í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og kynningarfulltrúa að gera drög að viðburðadagatali fyrir sumarið 2008 og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.
10. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
11. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 4. apríl n.k. í Reykjavík.
Samþykkt að fela Finnboga Rögnvaldssyni að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
12. Umsagnir umhverfis- og landbúnaðarnefndar
Framlagðar umsagnir frá fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar 12.03. 2008.
Samþykkt var erindi Sturlu Stefánssonar og Ásgerðar Pálsdóttur um að landspilda við Skáney í landi Arnarstapa verði tekin úr landbúnaðarnotkun.
Samþykkt var erindi Byggingarfélagsins Bursta ehf þar sem óskað er eftir að jörðinni Vesturholti í Borgarbyggð verði skipt í fjóra hluta en ekki er fallist á breytta landnýtingu. Endanleg afstaða til breyttrar landnýtingar verður tekin þegar fyrir liggja drög aðalskipulagshóps um landnýtingu í sveitarfélaginu.
Samþykkt var erindi Sigvalda Ásgeirssonar að 19 ha landsspilda úr landi Vilmundarstaða verði gerð að séreign.
Samþykkt var að veita framlag til merkingar á hellum í sveitarfélaginu.
13. Samningar um stuðning við menningarstofnanir
Framlögð drög að samningum við menningarstofnanir um rekstrarstuðning.
Gerðar voru breytingar á samningsdrögunum og þau þannig samþykkt.
14. Samningur við Snorrastofu um bókasafn
Framlögð drög að samningi við Snorrastofu um rekstur bókasafns í Reykholti.
Gerðar voru breytingar á samningsdrögunum og þau þannig samþykkt.
15. Fjöliðjan
Á fundinn mætti Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar ásamt Ástu Pálu Harðardóttur og Arnheiði Andrésdóttur til viðræðna um starfsemi Fjöliðjunnar í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að leggja fram á næsta fundi gögn um húsnæði Fjöliðjunnar.
Samþykkt að fela félagsmálastjóra að leggja fram tillögur um atvinnuúrræði unglinga með skerta starfsorku.
16. Mímir, ungmennahús
Samþykkt að fela tómstundanefnd að leggja fram tillögur að framtíðarhúsnæði ungmennahússins Mímis.
17. Erindi frá síðasta fundi sveitarstjórnar
Á fundi sveitarstjórnar 13. mars s.l. var spurningum frá Sveinbirni Eyjólfssyni varðandi fundargerðir vísað til byggðarráðs.
Málið rætt.
18. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Rætt um dagskrártillögur á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 04. apríl n.k.
19. Framlögð erindi
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 10.03.08
b. Bréf frá Vegagerðinn vegna fyrirspurna frá Borgarbyggð
c. Minnisblað frá viðtalstíma sveitarstjórnarmanna 11. mars s.l.
d. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.
e. Bréf Steinars B. Ísleifssonar og Þorsteins Þorsteinssonar til samgöngunefndar SSV um lagningu slitlags á veg um Lundarreykjadal.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,oo.