Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 86
Dags : 03.09.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Þjóðvegur 54
Framlagt bréf dagsett 26.08. 2008 frá Finnboga Leifssyni þar sem hann hvetur byggðarráð til að endurskoða fyrri ákvarðanir um breytingar á legu þjóðvegar 54 við Borgarnes.
2. Þjóðvegur 1
Framlagt bréf frá Vegagerðinni vegna fyrirspurnar aðalskipulagshönnuðar um veglínu þjóðvegar 1 í Borgarbyggð.
3. Erindi vegna niðurgreiðslu á ferðum með Strætó bs.
Framlagt bréf dagsett 24.08. 2008 frá Nönnu Einarsdóttur, Grétu S. Einarsdóttur og Elínu E. Einarsdóttur þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð niðurgreiði ferðakostnað námsmanna með Strætó b.s. líkt og sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
Hins vegar bendir byggðarráð á að nú standa yfir viðræður Borgarbyggðar og Strætó bs. um almenningssamgöngur og er þess vænst að niðurstöður þeirra verði til hagsbóta fyrir íbúa.
4. Flugvöllur á Stóra-Kroppi
Rætt um flugvöll á Stóra-Kroppi.
5. Fjölgun hjúkrunarrýma í Borgarnesi
Framlagt bréf dagsett 27.08. 2008 frá félags- og tryggingaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í vinnu vegna fjölgunar hjúkrunarrýma við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Samþykkt að tilnefna fulltrúa í bygginganefnd Dvalarheimilisins þá Björn Bjarka Þorsteinsson, Magnús B. Jónsson og Jón G. Guðbjörnsson í nefndina.
6. Endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um tillögu félagsmálanefndar að endurskoðuðum relgum um sérstakar húsaleigubætur.
7. Menntaskóli Borgarfjarðar
Framlögð var umsögn KPMG um aðkomu Borgarbyggðar að Menntaborg ehf.
Jafnframt rætt um skólaakstur við MB.
Samþykkt var að óska eftir fundi með stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar.
8. Eignasjóður Borgarbyggðar
Rætt um skipulag á eignasjóði Borgarbyggðar.
9. Fjárhagasáætlun 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram tekjuáætlun fyrir árið 2009.
Samþykkt var að óska eftir því við Fasteignamat ríkisins að endurmeta fasteignir í Borgarbyggð.
10. Atvinnumál
Rætt um fyrirhugaðan fund um atvinnumál í Borgarbyggð sem haldinn verður 19. september n.k.
11. Refa- og minkaeyðing
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um refa- og minkaveiði í Borgarbyggð sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd mun skipa.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
12. Brunavarnaráætlun
Framlögð brunavarnaráætlun Borgarbyggðar.
Samþykkt að vinna áfram að brunavarnaráætluninni og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
13. Snorrastofa
Rætt um samning við Snorrastofu varðandi rekstur bókasafns.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
Sveinbjörn sat hjá og lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Tel mjög mikilvægt að sveitarfélagið standi við skuldbindingar vegna stofnsamnings um Snorrastofu. Legg til að óháðum aðila verði falið að fara yfir samninginn og að niðurstaða hans liggi fyrir eigi síðar en við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009."
Samþykkt að vísa tillögunni til næsta fundar byggðarráðs.
14. Málefni Sparisjóðs Mýrasýslu
Rætt um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu.
15. Skólasaga Mýrasýslu
Rætt um útgáfu á skólasögu Mýrasýslu.
16. Borgarbraut 59
Samþykkt var með 2 atkv. gegn 1 (SE) að láta lagfæra lóðina að Borgarbraut 59. Heimilt er að nota allt að 600 þúsund krónur í verkefnið og verður tekinn af liðnum 10-410.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Borgarbraut 59 er ekki á forsvari sveitarfélagsins og því leggst ég gegn því að sveitarfélagið leggi fé til að þökuleggja lóðina. Það skapar afar óheppilegt fordæmi gagnvart öðrum og í annan stað er fjárhagsstaða sveitarfélagsins mjög viðkvæm um þessar mundir."
17. Samgöngumál
Á fundinn mættu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Magnús Valur Jóhannesson svæðisstjóri til viðræðna um samgöngumál.
Sigríður Björk Jónsdóttir sveitarstjórnarmaður sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
18. Framlögð mál
a. Yfirlýsing stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um ýmsa þætti í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.
b. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um evrópuverkefni.
c. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands um gjalskrárhækkun fyrir urðunargjald.
d. Fundargerð rekstrarnefndar Laugargerðisskóla 19. ágúst 2008.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,00.