Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

90. fundur 15. október 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 90 Dags : 15.10.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá sóknarnefnd Reykholtskirkju
Framlagt erindi frá sóknarnefnd Reykholtskirkju dagsett 08.10. 2008 þar sem óskað er eftir styrk frá Borgarbyggð til að greiða vatns- og fráveitugjöld fyrir árin 2007 og 2008.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
2. Sparisjóður Mýrasýslu
Framlagt bréf frá Sveini Hallgrímssyni, Sæunni Oddsdóttur og Sveini Hálfdánarsyni dagsett 09.10. 2008 þar sem óskað er eftir
upplýsingum um lánveitingar Sparisjóðs Mýrasýslu.
Sveitarstjóra var falið að svara bréfriturum.
Jafnframt er framlögð greinargerð frá Capacent um málefni sjóðsins.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Þetta bréf endurspeglar þá kröfu íbúa að gerð verði úttekt á falli Sparisjóðs Mýrasýslu. Minnisblað Capacents getur ekki talist fullnægjandi úttekt. Því ítreka ég þá kröfu mína að óháðum aðila verði falið að fara betur yfir málefni sjóðsins."
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Minnisblað Capacent skýrir í öllum meginatriðum hvað varð til þess að staða SPM versnaði hratt upp úr miðju ári 2007."
3. Landskipti
Famlagt bréf frá Þórhildi Tómasdóttur Ölvaldsstöðum dagsett 09.10. 2008 vegna skiptingar á landi.
Samþykkt að fresta afgreiðslu.
4. Lóð að Sólbakka 31
Framlagt bréf Steinars Ragnarssonar dagsett 03.10. 2008 þar sem hann skilar inn lóðinni nr. 31 við Sólbakka í Borgarnesi.
Samþykkt að auglýsa lóðina.
5. Landskipti
Framlagt erindi frá Helga Guðmundssyni þar sem óskað er eftir að 1 hektara spilda í landi Hólmakots verði tekin undan landbúnaðarnotkun og gerð að séreign. Fyrirhuguð landnotkun er frístundalóð.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
6. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2009.
7. Erindi frá Þorsteini Mána Árnasyni
Framlagt erindi frá Þorsteini Mána Árnasyni dagsett 30.09. 2008 vegna nýbyggignar Eldborgarar MB 3, en bréfritari óskar eftir húsnæði hjá sveitarfélaginu til að ljúka smíði bátsins.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
8. Ágóðahlutagreiðsla frá EBÍ
Framlagt bréf dagsett 02.10. 2008 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er að ágóðahlutur Borgarbyggðar á árinu 2008 er kr. 7.159.500.
9. Útboð á viðbyggingu við gangnamannahúsi í Hítardal
Framlagt minnisblað framkvæmdasviðs vegna útboðs á viðbyggingu við gangnamannahús í Hítardal.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
10. Fráveitumál við Hreðavatnsskála
Framlagt bréf frá Sigurði Leopoldssyni fyrir hönd eigenda Hraunbæjar og Pétri Kjartanssyni fyrir hönd eigenda Hreðvatnsskála þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á endurbótum við fráveitu Hreðavatnsskála.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
11. Menntaborg
Rætt um Menntaborg ehf.
12. Erindi frá 34. fundi sveitarstjórnar
Á fundi sveitarstjórnar var samþykkt að vísa 28. lið fundargerðar byggðarráðs frá 17.09. 2008 , eingreiðslur, aftur til byggðarráðs.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.
13. Tilboð frá UMÍS
Framlagt erindi umhverfisfulltrúa vegna tilboðs frá Umís um úttekt á sorpmálum.
Samþykkt að ræða málið við þau sveitarfélög sem stóðu sameiginlega að sorpútboði árið 2005.
14. Efnistaka í landi Skarðshamra
Framlagt erindi umhverfisfulltrúa vegna efnistöku í landi Skarðshamra í Norðurárdal.
Byggðarráð staðfesti afgreiðslu erindisins. SE sat hjá við afgreiðslu málsins.
15. Bréf eigenda Lundar
Framlagt bréf Jóns Gíslasonar og Kristínar Gunnarsdóttur á Lundi í Lundarreykjadal dags. 13.10.08 þar sem farið er fram á landspilda úr jörðinni verði tekin úr landbúnaðarnotkun og gerð að séreign.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar og Búnaðarsamtaka Vesturlands.
16. Bréf starfsfólks Grunnskóla Borgarfjarðar
Framlagt bréf starfsfólks Grunnskóla Borgarfjarðar dags. 07.10.08 þar sem skorað er á sveitarstjórn að ráðast nú þegar í endurbætur á húsnæði skólans.
Samþykkt að óska eftir fundi með starfsfólki til viðræðna um málið.
17. Framkvæmdir
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs varðandi verðbætur á framkvæmd á vegum Borgarbyggðar.
Samþykkt var að verðbæta greiðslur í útboðsverkinu malbik á Arnarkletti sem fara umfram 3% á ársgrundvelli.
18. Framlögð mál
a. Fundarboð á fund Sambands sveitarfélaga 17.10. 2008
b. Afrit af bréfi til fulltrúaráðs Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um skipun nýrrar skólanefndar FVA.
c. Framlagt boð á fund sveitarstjórnarmanna með þingmönnum Norðvesturkjördæmis sem haldinn
verður 21. október n.k. í Snæfellsbæ.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,45.