Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

92. fundur 28. október 2008 kl. 17:15 - 17:15 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 92 Dags : 28.10.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Arnarklettur
Framlögð tilboð í gatnagerð við Arnarklett í Borgarnesi.
Tilboð bárust frá eftirfarandi:
Borgarverk ehf. kr. 12.701.000
JBH-vélar / Heyfang " 12.946.708
Vélaleiga Sigurðar Arilíussonar " 13.180.530
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að semja við lægstbjóðanda.
2. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
Auk þess rætt um skólaakstur við Menntaskóla Borgarfjarðar og mætti Ársæll Guðmundsson skólameistari á fundinn til viðræðna.
Byggðarráð leggur áherslu á að fundin verði viðunandi lausn á skólaakstri við Menntaskóla Borgarfjarðar.
3. Framlag til Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2009
Framlagt bréf frá Herði Helgasyni skólameistara FVA dags. 22.10.08 þar sem lagðar eru fram tillögur að framlagi sveitarfélaga til tækjakaupa og nýframkvæmda við FVA árið 2009.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við fulltrúa FVA um að fresta framkvæmdum.
4. Skólasaga Mýrasýslu
Á fundinn mætti Hilmar Arason formaður ritnefndar skólasögu Mýrasýslu.
5. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun 2009.
Framlagt bréf frá leikskólastjórum í Borgarbyggð dags. 21.10.08 varðandi fjárhagsáætlun ársins 2009.
6. Bréf frá KSÍ
Framlagt bréf dagsett 24.10. 2008 frá Knattspyrnusambandi Íslands um stuðning sambandsins við barna- og unglingastarf knattspyrnufélaga.
7. Green Globe
Framlagt minnisblað frá fundi um Green Globe á Vesturlandi sem fram fór í Borgarnesi 22.10. 2008.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
8. Húsaleiga
Framlögð tillaga að breytingu á húsaleigu í íbúðum Borgarbyggðar.
Afgreiðslu frestað og skrifstofustjóra falið að afla frekari upplýsinga.
9. Sparisjóður Mýrasýslu
Á fundinn mættu Bernhard Bernhardsson sparisjóðsstjóri og Óðinn Sigþórsson stjórnarmaður í Sparisjóði Mýrasýslu til viðræðna um málefni sjóðsins.
10. Aðalfundur Húsaborgar
Framlögð fundargerð aðalfundar Húsaborgar, félags sumarhúsaeigenda í landi Stóra Fjalls og Túns þar sem m.a. er óskað eftir að lausaganga hunda á svæðinu verði bönnuð.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 19,20.